Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 11

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 11
VESTURLAND 11 ingahnappur. Alls staðar þrífst hann, — jafnvel í fjörusandinum innan um það, sem sjórinn endur- sendi landjörðinni: kindarkjamma, herðablað úr kú og hauskúpuna af Trygg gamla, sjávarsorfna og hvítþvegna með eina vígtönn í efri skolti. Allt er þetta þó fátæklegt sam- anborið við uppskeru hafsins sjálfs og minningar þeirra ævin- týra, sem það skolar á yztu strönd. Litskrúði sjávargróðursins er vandlýst. 1 fjöruborðinu vaggar úthafsaldan grænu og gulu blöðru- þanginu. Raunar er það hvorki grænt né gult, heldur í óteljandi grængulum litasamsetningum, og sama er að segja um stærð og gerð þangblaðranna, — fjölbreyti- leiki þeirra er meiri en kastað verði tölu á. — Helzt líkjast þessir þang- og þaraskógar birkikjarri í haustskrúði. — Svo er það fjaran sjálf, sandurinn, grjóturðin og malarkamburinn fyrir ofan. Sand- urinn er af margskonar korna- stærð og litasamsetningum, og fjörugrjótið slípað í forkunnar- fínar Mnur og form. — Á milli malarhnullunganna leynast á stöku stað fallegir harðir jaspísar og glerhallar. Meira segja kemur fyrir, að hægt sé að finna þar ekta ópala, græna og rauða eld- ópala, en þetta er leyndarmál, sem enginn segir frá. . Hvert fótmál í fjörunni er ný uppgötvun, nýr landafundur. Þai’na er hlemmistór, vínrauður hörpudiskur og meira að segja samloka, og alveg óskemmd. Og svo þessi líka gríðarstóri kuð- ungur, meir en spannarlangur. Igulkerabrot, krabbatrjónur og klær eru á víð og dreif. Heill bing- ur er á einum stað af fínspunnum kórölum, rétt eins og snjóskafl í klettagili, og á honum spígspora nokkrir hálsstuttir og herðakýttir stelkar og kroppa sér eitthvert æti. Merkilegast er þó litskrúð sjálfs þangsins og þaraskóganna. Þessi Mka stóru og breiðu þang- blöð, mannhæðarhá — og með löngum stilk eða hala. Sum eru eirrauð, önnur dumbrauð, eða hvanngræn. Blöðrur þangsins eru líka margbreytilegar, sumar ával- ar og grænar eins og vínber, aðrar hnöttóttar og rauðar, líkastar kirsuberjum. — Fingrum lítillar drengjahandar þykir gaman að sprengja þær. í þessum fjöruskógi fljóta und- ur úthafsins og margt, sem ber með sér andblæ annarra landa. Þar er ekki átt við klofin neta- kork, ryðgaðar kúlur, rauðmáluð dufl eða rytjur úr banvænum djúpsprengjum, heldur hluta úr skipsbrú, kengi og slitur úr skips- reiða, botn úr víntunnu, ryðgað skrín, sem einhvern tíma kann að hafa geymt gersemar, og kassa, sem tjáir sig, samkvæmt áletrun, hafa haft að geyma koníak frá Franz. 1 malarkambinum liggur svo sjálfur rekinn, rekaviðurinn. Það er skógur, sem er ævintýralegri en nokkur grænskógur í landinu sjálfu. Smáspýtur, velktar og tærðar af vindum og veltingi hafsins, og svo stórtrén, sem margir menn fá varla valdið, svo ekki sé talað um þau tré, þar sem miklar rótarhnyðjur fylgja. Þarna eru samankomnar ótal trjátegund- ir, sem rótum skutu í fjarlægum löndum. Birki og brenni og sjálf- ur rauðaviðurinn — það meira að segja ríflega mannsbreiðar rótar- hnyðjur. Sumir rekaviðsbútamir, einkum þeir, sem lengi hafa legið á þurru, sýnast hafa tekið á sig kynlegustu form, sumir líkjast mannsandlitum, aðrir skrimslum, drekum og jafnvel fljúgandi gömmum. Þetta eru miklir kjör- gripir allra fjörubarna. — Þarna liggur allur þessi rekaviður, holt og bolt, sums staðar stöku bútar, á öðrum stöðum heilir kestir af stofnum. Þeir liggja þama á bei- um svörtum sandinum eða í þara- þembunum og á fjörugrjótinu, án aðgerða nokkurrar mannskepnu, þessar öndvegissúlur úr öðrum heimsálfum og ævintýrafleytur úthafsins mikla. Þetta fannst drengnum, sem gekk berfættur í fjörusandinum og tíndi skeljar og kuðunga, alveg stórfurðulegt. Ekki ætlaði hann að hafa það svona, þegar hann yrði stór. Þá skyldi öllum ævintýratrjám bjargað á land, ekkert skyldi taka út og týnast. Það er komin háfjara, stór- straumsfjara, síðasta útfallsaldan hefur hnígið frá ströndinni. — Nú fellur að, og senn fer aðfalls- aldan að gjálfra við yztu skerin; þar syndir selur og skimar til drengsins í landi, krían stingur sér í lygnuna, æðurinn vaggar í mjúku ölduskvampinu, mávurinn blakar vængjum, rauðnefjaðir tjaldar trítla um fjömna. Salt mengaður þangilmur fjörunnar fyllir vitin. Maðurinn andar að sér hafinu, því að þetta er andi hafs- ins. — Hafið heillar í ógn og veldi, logamjúkum línum og litanna skrúði. — Fjaran er fótskör þess, fyrsta lending og hinzta vör. Gamall maður stígur upp í áætlunarbifreið. Það er sérleyfis- rútan norður á Strandir. Farang- urinn er meðalstór slitin hand- taska, sem bundið er um með snærisspotta. Hann ætlar heim. Hann ætlar að skilja fimm mill- jónirnar eftir í höfuðstaðnum. Hann Villi frá Holti má bara eiga þær. Fyrir norðan ætlar hann að hitta lítinn dreng, sem gengur berfættur í fjörusandinum og tínir sprek og skeljar. Bifreiðin leggur af stað. Gamli maðurinn gýtur hornauga upp í rjáfur kolakran- ans. Hann ætlar að skilja þann svarta eftir þarna uppi. Það fer um hann velsælutilfinning. Hann lygnir augum, finnur þanglykt og heyrir gjálfur útfallsöldunnar. Fyrir augum hans birtist stór- straumsfjaran í allri sinni lita- dýrð.----------- „Þá erum við komin til Hólma- víkur“, segir bifreiðarstjórinn. Allir stíga út nema gamall maður með snjáða ferðatösku, sem bimd- in er saman með snærisspotta. — Hann er örendur. — Á Ströndum syngur útfallsaldan sitt óræða þunglyndislag. Kvöldsólin roðar þangbrúskana. — Skeljabrotunum skolar upp í fjörusandinn, og þau hverfa í milljónahaf sandkornanna á hinni endalausu stórstraums- fjöru. ★ JÓN ÞORKELSSON, bóndi á Fossi í Grímsnesi, var merkur sæmdar- maður, en þótti einkennilegur í tali, enda blestur á máli og heldur fljótfær. Sagt var að þegar hann las guðspjallið á jóladaginn hefði þetta komið: „— og það boð gekk út frá keis- aranum í öskustó, að allur heim- urinn skyldi láta gatrífa sig.“ Guðspjallið á 4. sunnudag í aðventu átti að hafa endað þannig: „Þetta skeði í bröttuboru hinu- megin jarðar, þar sem Jóhannes drýldi.“ Á Þingvallafundi kom það eitt sinn fyrir, að Jón ætlaði að taka til máls, en prestur hans og ná- granni (Þórður Árnason í Klaust- urhólum), fer til hans og segir: „Það er ekki sá staður hér, Jón minn, sem við eigum að tala,“ Hef- ur klerkur sjálfsagt gert þetta í góðri meiningu, en Jón firrtist við, og reið af fundi á undan öðrum. Á heimleið kom hann á bæ og var spurður frétta. „Það er ekkert að frétta deba þeib var leyft að tala, seb ekki höfðu vit á því, edd hidub var skipað að þegja.“ (n hljómaði eins og d og m eins og b hjá Jóni). (Finnur á Kjörseyri). Fjallfoss við hai'narbakkaim á Isafirði (Ljósm.: Einar S. Einarsson).

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.