Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 9

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 9
VESTURLAND 9 fyrir ofan borgina. Þar var fín- asti næturklúbburinn í bænum. Þar borðuðum við Ijúffenga ame- ríska „steik“, og annað hnossgæti, og höfðum ágætt útsýni yfir ljós- um prýdda borgina. Hljómsveitin þama komst einhvernvegin á snoðir um hvaðan ég var, og lék mér til heiðurs „Vetur í undra- landi“, og vildu svo láta mig fara að syngja á íslenzku. En svo vit- laus var ég nú ekki að ég léti glepjast til þess. Við sátum svo þarna góða stund og fórum síðan heim að sofa. Þegar ég var orðin ein í yndislegu herbergi, sem mér var ætlað, kveikti ég á litlu kerti í litlum englastjaka, sem einhver klúbburinn hafði gefið mér á ferðalaginu, og þá fannst mér verulega vera kbmin jól. Á jóladag fór ég í kirkju með frúnni og í heimsókn til manns af íslenzkum ættum, sem hún þekkti. Húsbóndinn var hinsvegar heima og sá um steikingu á stærðar kalkún, sem við síðan borðuðum með góðri lyst um •kvöldið. Fylgdist ég af áhuga með matreiðslu á fuglinum og bragð- aðist hann líka mjög vel. Fjöldi gesta var boðinn í þenn- an miðdag, og skemmti fólk sér við spil og leiki, og ekki má gleyma sjónvarpinu, sem var opið mest allt kvöldið, til mikillar gleði fyrir tvo stráklinga, sem horfðu stöðugt á einhverja löngu vitleysu í því, en gáfu sig hvorki að leikj- um né spilum með hinu fólkinu. Mér fannst Bandaríkjamenn yf- irleitt kirkjuræknir. Allar kirkjur eru fullar á hverjum sunnudegi, og mikið er starfað í sunnudaga- skólum fyrir bæði börn og full- orðna. Allra handa safnaðarfélög eru starfrækt af miklum áhuga. Því kom mér það nokkuð á óvart, hve jólin virðast njóta lítillar helgi hjá þeim. Á annan jóladag kvöddum við Billings og héldum til lítils fjalla- þorps, sem heitir Red-Lodge og er á stærð við fsafjörð. Það stend- ur við rætur Klettafjallanna og ein af mörgum leiðum til Yellow- stone Park liggur þar í gegn. Við komum þangað snemma morguns og heil sendinefnd var þar mætt til þess að fagna okkur. Okkur var búinn samastaður í smá bjálkakofum á litlu ferðamanna- hverfi. Þessa stundina voru þessir kofar allir tómir, en það er óvenjulegt um þetta leyti árs, því að venjulega eru þeir fullir af skíðafóiki, víðsvegar að úr Banda- x’íkjunum. í þetta sinn var þarna lítill snjór þar til daginn áður en við komum. Þá snjóaði mikið. Eftir að hafa komið okkur fyrir í kofunum okkar var farið með okk- ur í verzlun, sem seldi og leigði skíði og skó. Völdum við okkur þar viðeigandi útbúnað og gekk það greiðlega fyrir flestum okkar. Litla Malayastúlkan fékk þó ekki það sem hún þurfti, því lað hún var svo smáfætt að engir skór voru henni mátulegir. Heldur var þetta nú skrýtinn hópur og ekki reglu- lega íþróttalegur útlits. Okkur var ekið upp í skíðaskála þeirra Red-Lodge búa og það minnti mig þægilega á skíðaskálann á Daln- um hér heima. Kafrjótt og snjó- ugt fólk hópaðist þar að af- greiðsluborðinu og keypti sér pylsur, hamborgara og fleira stað- gott góðgæti, og stífði úr hnefa, á óhefluðum trébekkjum fyrir framan skíðlogandi ai’ineldinn. Og nú hófst aðal gamanið, sem sagt skíðaferðin sjálf. Ég og Finn- inn vorum heilmikið borginmann- leg og vön öllum laðstæðum, en enginn hinna hafði á skíði stigið. tailenzki prinsinn stóð sig nokkuð vel meðan hann stóð kyrr, en það versnaði í því, þegar hann rann af stað, því þá gat hann aldrei stoppað hjálparlaust, og þorði ekki iað detta. Þarna er mjög fullkomin skíðalyfta, þannig gei’ð að tveggja sæta stóll rennur eftir vírstreng hátt upp í fjallshlíðina, sem er öll skógi vaxin. Hafa þeir orðið að höggva göng í skóginn til þess að koma henni þama fyrir, og einnig er fjöldi skíðabrauta lagð- ur niður hlíðai’nar, og snjóþjöppur fara um þessar brautir til að halda þeim sléttum. Fannst mér það ævintýri líkast að svífa þarna sitjandi með skíði á fótunum upp í mörg hundruð feta hæð. Ferðin upp í lyftunni tók um 10 mínútur, upp snarbratta fjallshlíðina með trjátoppana fyrir neðan sig á báðar hliðar. Var ég að hugsa um hvernig ég kæmist nú niður aftur, því ekki gat ég verið þekkt fyrir, sem Islendingur að fara öðruvísi en á skíðunum til baka. Þegar upp kom, vai’ð mað- ur að hafa hraðann á og renna sér úr stólunum og komast á fæt- urna, því lyftan stanzar ekki á meðan. Finninn reyndist vera á- gætur skíðamaður, sem gerði drjúgum gys að aumingja mér, sem titnandi á beinunum lagði af stað niður. Þetta gekk nú samt miklu betur en ég þorði að vona, og í næstu ferðum fannst mér ég bara vera orðin „flínk“. Vildi ég óska að þessi lyfta væri komin hingað heim, til þess að spara okkur sporin upp á „Dalinn“. Þaroa i Red-Lodge var bókstaf- lega allt gert, sem verða mætti okkur til ánægju. Á hverju kvöldi var okkur boðið til kvöldverðar á heimili í bænum, og flest kvöld var stofnað til einhverra skemmt- ana fyrir okkur. Einn daginn fór- um við í heimsókn á stóran naut- griparæktar búgarð, þar sem reglulegir „kúasmalar" stikuðu um með stóra hatta. Og síðhærð holdanaut, svínalin, stóðu þar í girðingum svo hundruðum skipti. Þama ala þeir allan sinn nautpen- ing úti, og segja að skepnui’nar séu miklu hraustari, heldur en þegar þær eru hýstar. Þennan dag vorum við boðin í mikla veizlu hjá bændafólki í héi’aðinu, var hún haldin í skólahúsinu og kom hver húsmóðir með fat, hrokað af steiktum hænsnum, steik, kökum, eða öðru góðgæti. Var þetta hinn bezti fagnaðui'. Þar hitti ég gaml- an Dana sem tók mér opnum örm- um, sem landa sínum, og talaði við mig dönsku, sem hann hélt víst að væri mitt móðui’mál. Ég held að hann hafi ekki haft hugmynd um að við vorum algerlega skilin við Danmörku, og mér fannst ekki taka því að fai’a að ei’gja hann neitt, enda eru norðurlandabúar eins og bx’æður og systur, þegar út í hinn stóra heim er komið, og þannig á það að vera. Einn morguninn var okkur boð- ið heim á stóran bóndabæ í morg- unkaffi. Það var mesta myndar- býli, vel hýst, og vélum búið eftir nýjustu tízku. Fólkið þarna er kraftmikið bændafólk, vingjarn- legt og blátt áfram. Fannst mér líkast því að ég væri á meðal ís- lenzks bændafólks. Frá Red-Lodge héldum við til Helena, sem er höfuðborg í Montana. Það er gömul borg á ameríska vísu, frá þeim dögum, þegar gullæðið geysaði sem ákaf- ast. Göturnar eru krókóttai’ og húsin standa misjafnlega langt fram, og var mér sagt að þetta hefði vei’ið gert til þess að auð- veldara væri að hlaupa í felur, á milli húsa og fyrir horn, á dögum gullgrafaranna. Þá var víst oft róstusamt í borgum sem þessari. Einu sinni var grafið þar fyrir stóru hóteli, og það kom svo mik- ið gull upp úr grunninum, að það gei-ði meira en að standa undir kostnaði við byggingu hótelsins. Ég var helzt að hugsa um að snúa mér að gullgrefti, en var tjáð að það væri ekki talið ábatasamt lengur. Þarna komum við í mjög fallegan banka, þar sem gullstykki voru höfð til sýnis. Nú snúa íbúar Montana sér að kopargrefti og er mikið unnið úr honum til útflutn- ings. Þarna í Helena dvöldum við í þrjá daga um áramótin. Lenti ég þá af tilviljun hjá presti, sem giftur er konu af ííslenzkum ætt- um, og í’eyndist hún vera náskyld Halldóru Bjai’nadóttur fx’ænku minni og mjög svipuð henni. bjuggum við indverska konan og ég þarna á prestsetrinu í góðu yfii’læti. Þá komumst við í hálf- gerðan vanda á gamlárskvöld, því að við vissum ekki hvort við ætt- um að sparibúast eða ekki. Fund- um út iað bezt væri að fara meðal- veg í þeim efnum, og í’eyndist það rétt tilgetið, því að ekkert var það kvöld frábrugðið venjulegu hvers- dagskvöldi. Daginn eftir var hinsvegar mik- ið um að vera því þá höfðu prest- hjónin opið hús, og söfnuðurinn kom þá í stói’um hópum og di’akk kaffisopa og rabbaði saman. Sögðu þau mér um kvöldið lað um 200 manns myndu hafa komið yfir daginn. Frúin þurfti samt ekki að hafa mikið fyi’ir móttökunum, því að allan daginn áður voru ná- grannakonur hennar að koma með dýi’indis kökur, og á nýjársdag hjálpuðu þær henni með ráð og dáð svo að hún gæti sinnt gestum sínum. Gætum við margt lært af Banda- ríkjamönnum með það að taka Framhald á 17. síðu. Ferðafélagar á jólatrésskemintun í Red-Lodge Frá vinsti’i: Kamalasn (Tailandi), Gillian (Malaya), Claudis (Caylon), Torres (Perú), Lambaert (Belgíu), Sethna (Indlandi), Þorbjörg (Islandi), Enzio (Finnlandi). Tyi’kjann vantar á myndina.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.