Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 21

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 21
VESTURLAND 21 Breytt um HnisaðM Framhald aif 16. síðu. lítilíjörlegum skrælingja. Við verð- um aldrei frískir. Menn, sem eru kránkir eins og við, verða aldrei frískir aftur, þetta ættirðu að vita, vesalings skítsseyðið. — Gott og vel, þá kjafta ég frá öllu saman, segir annar. — Gerðu það, segir Dóri, gerðu það bara og ég skal fara svo með fésið á þér, að þú verðir myrkfæl- inn iaif því að sjá sjálfan þig í spegli og allur púrtari og allar kræsingar í heimi geti ekki lagað það. Heldurðu kannske ekki að skipstjórinn viti líka hvað gengur að okkur? Áður en hinn gæti nokkru svar- að, kom skipstjórinn niður og fyrsti stýrimaður með honum. Svipurinn á stýrimanni kom Danna til að kúra sig niður og Dóri hóst- aði með meiri hryglu en nokkurn- tíma áður. — Það sem þá vantar í raun og veru, segir skipstjórinn við stýri- mann, er góð og nákvæm hjúkrun. — Ég vildi óska að þú vildir lofa mér að hjúkra þeim, segir fyrsti stýrimaður, bara í tíu mínútur, — eg skyldi koma þeim á lappirnar og fá þá í þokkabót til þess að hlaupa eins og líf liggi við, allt á tíu mínútum. — Haltu þér saman, herra minn, segir skipstjórinn byrstur. Það, sem þú segir, ber vott um grimmd og harðýðgi, auk þess er það móðgun við mig. Heldurðu :að ég hafi stúderað læknisfræði í tíu ár, til þess að vita svo ekki hvenær maður er sjúkur? Það urraði eitthvað í stýrimanni og hann var svo fjúkandi að hann varð að flýta sér upp til iað kæla blóðið, en Skipstjórinn fór að skoða sjúklingana. Hann sagðist dást að þeim fyrir hvað þeir væru þolinmóðir að liggja, og hann lét vefja þá í teppi og bera þá upp á dekk, svo að hreina loftið næði til þeirra. Við hinir urðum að streða með þá upp, og þarna sátu þeir og gleyptu goluna, og gáfu fyrsta stýrimanni hornauga. Ef þeir þurftu að fá eitthvað úr lúkarnum, þá varð einhver okkar að fara nið- ur og sækja það, og þegar loks kom iað því að handlanga þá niður aftur, þá vorum við allir ákveðnir í því að verða fárveikir og meira en það. Samt voru það nú ekki nema tveir, sem létu verða af því, og það var vegna þess, að Dóri, sem var grimmsterkur, hörkunagli og skapvargur, sór og sárt við lagði, að hann skyldi leika okkur grátt á alla enda og kanta ef við héldum ekki áfram að vera hraustir og heilbrigðir, og allir gerðu það nema þessir tveir. Annar þeirra, Mikki rauði, lagðist með bólgu á rif junum, en ég vissi að hann hafði haft þessa bólgu síðastliðin fimm ár. Hinn fuglinn fékk lömun. Aldrei á ævinni hefi ég séð nokk- urn mann eins sælan með sig og skipparann. Alla daga var hann eins og fló á skinni með lyfjasull og áhöld, og hann skrifaði heiiar klausur um sjúkdómstilfellin í stóra vasabók, og las svo úr henni fyrir annan stýrimann þegar þeir voru að borða. Eftir vikuna var lúkarinn orðinn eins og spítali. Einu sinni er ég eitthvað iað snú- ast uppá dekki, og þá kemur kokk- urinn til mín og er mjónusauðar- legur á svipinnn. — Einn sjúklingurinn enn, segir hann. Fyrsti stýrimaður er orðinn band-súrrandi-vitlaus. — Brjálaður? segi ég. — Jájájá, segir hann, kol-syngj- andi. Hann situr með stóra dollu aftur í eldhúsi og hlær eins og vitfirringur og hrærir saman leðju úr kjalsoginu og bleki og hráolíu og sméri og grænsápu og öllum fjandanum. Lyktin ein er nóg til að steindrepa uxa. Ég varð að forða mér. Ég varð svona hálfforvitinn og lallaði aftur að eldhúsi og leit inn, og það stóð heima. Þar stóð stýri- maður og glotti svo að munnvikin hurfu upp í hársrætur, og hellti einhverri hnausþykkri og lím- kenndri leðju með sleif upp í leir- brúsa. Og lyktin, maður! — Hvernig líður vesalings sjúk- lingunum, skipstjóri? segir hann, og kemur út úr eldhúsinu í því að skipstjórinn gekk hjá. — Þeim líður illa, en ég vona samt það bezta, segir skipstjórinn, og horfir hvasst á hann. Það gleð- ur mig að þú sýnir dálitla samúð- artilfinningu. — Já, skipstjóri, segir stýri- maður. Þó að ég tryði því ekki fyrst, þá get ég séð það núna, að mannagreyin eru sárþjáð. En þú fyrirgefur þótt ég segi það, að ég held að þín aðferð eigi ekki vel við þá. Ég hélt snöggvast að skipstjór- inn mundi springa í loft upp. -— Mín aðferð, segir hann. Mín aðferð, hvað veizt þú um hana? — Það er skökk aðferð, segir stýrimaðurinn. Ég er héma með, segir hann og klappar á brúsann, læknislyf, sem mundi lækna þá alla, ef þú vildir lofa mér að reyna. — Þvuh — hu, segir skipstjór- inn. Eitt meðal, sem læknar alla sjúkdóma. Það er gamla sagan. Hvað er þetta ? Hvar fékkstu það ? segir hann. — O, ég kom nú með það með mér um borð, sem í það þarf, segir stýrimaðurinn. Þetta er hreinasta undralyf, sem amma min kunni að búa til, og ef ég mætti bara reyna það, þá mundi- það alveg lækna vesalings mennina. :— Kjaftæði, segir skipstjóri. — Gott og vel, skipstjóri, segir stýrimaður, og ypptir öxlum. Það er svo sem auðvitað að þú vilt ekki lofa mér að reyna. En samt segi ég þér það, að ef þú lofaðir mér að prófa, þá skyldi ég lækna þá á tveimur dögum. Mér finnst það ekki nema sanngjamt að ég fái að gera tilraun. Nú, jæja. Þeir töluðu og þvörg- uðu um þetta þangað til skipstjór- inn lét loks undan, og fór fram í og sagði piltunum að þeir ættu að taka þetta nýja meðal í tvo daga bara til þess að sýna og sanna vit- leysuna úr stýrimanninum. — Það er bezt að láta Danna gamla reyna fyrst, sagði Dóri, hann reis upp og þefaði um leið og stýrimaðurinn tók tappann úr brúsanum. Hann hefur verið alveg afleitur síðan skipstjórinn var hérna seinast. — Dóra hefur nú liðið miklu verr en mér, segir Danni gamli, en hann segir þetta bara af góð- mennsku. — Mér er alveg sama hver er fyrstur, segir stýrimaður, og fyllir stóra skeið með leðjunni. Það er alveg nóg handa ykkur öllum. Hananú Dóri. — Taktu það, segir skipstjórinn. Dóri tók sullið, en svo mikið gekk á fyrir honum að maður hefði getað haldið að hann hefði gleypt heilan fótbolta. Leðjan límdist um allan munninn á hon- um og kverkarnar, og það var svo hroðalegt að heyra til hans, að hinir sjúklingarnir voru orðnir veikir í fullri alvöru áður en að þeim kom. Þegar hinir þrír voru búnir að fá sinn skammt, þá var þetta orðið eins og fínasti skop- leikur. Stýrimaðurinn rak tapp- ann í brúsann og settist á bekk- inn, en sjúklingarnir reyndu að hreinsa á sér gúlann með krásun- um, sem skipstjórinn hafði látið færa þeim. — Hvernig líður ykkur? segir skipstjórinn. — Ég er að deyja, stynur Danni. — Og ég lika, segir Dóri, ég held :að stýrimaðurinn hafi gefið okkur eitur, svei mér þá. Skipstjórinn leit hátíðlegur á stýrimanninn, svo hristi hann hægt höfuðið. — Allt í stakasta lagi, segir stýrimaður, það er alltaf svona við fyrstu tuttugu inntökurnar. — Fyrstu — fyrstu — tuttugu inn — tökurnar, segir Danni gamli veikum rómi. Það verður að takast á kortérs fresti, segir stýrimaður, treður í pípu og kveikir í og er hinn róleg- asti, en sjúklingarnir stundi og emjuðu allir í kór. — Ég get ekki leyft þetta, segir skipstjóri nú, ég get ekki leyft það. Það má ekki leika sér með manns- líf og fórna því í tilraunaskyni. — Þetta er engin tilraun til þess að fórna neinum, segir stýrimað- urinn og verður alveg æfur. Ef ég drep einhvem mannanna, þá skal ég upp á æm og samvizku borga þér fimm hundruð kall. — Hafðu það þúsund, segir skip- stjórinn og er á báðum buxunum. — Þá það, segir stýrimaðurinn, þúsund. Mér finnst ég varla geta boðið betur, eða hvað? Hana, það er kominn tími til þess að gefa þeim annan skammt. Hann gaf hverjum þeirra mat- skeið, og skipstjórinn fór upp og þeir, sem ekki voru sjúklingar, ætluðu að rifna af kæti. Stýrimað- urinn vildi ekki láta þá hafa neitt til þess að taka bragðið úr munn- inum, vegna þess, að þá verkaði meðalið ekki sagði hann, og svo sagði hann okkur hinum að taka freistingarnar frá sjúklingunum, og það létum við ekki segja okkur tvisvar, skaltu vita. Eftir fimmtu inntökuna fóru sjúklingarnir að örvænta um sinn hag, og þegar þeir heyrðu að það ætti að vekja þá á 15 mínútna fresti um nóttina til þess að taka leðjusullið, þá fóru þeir eins og að guggna og gefa sig. Danni gaimli sagði að það væri eins og ylur færðist um sig allan og styrkti sig og hressti, og Dóri sagði að meðalið væri eins og græðandi balsam fyrir lungun. öllum kom þeim saman um að þetta væri alveg dásamlegt meðal. Eftir sjöttu inn- tökuna rauk lömunarsjúklingurinn upp á dekk og klifraði eins og köttur efst upp í reiða. Hann sat þar spýtandi og bölvandi nokkra klukkutíma, og sór og sárt við lagði að hann skyldi berja hausinn ofan í maga á hverjum, sem ekki léti sig í friði. Ekki leið á löngu þar til Mikki rauði fylgdi lömunar- sjúklingnum eftir, og hafi stýri- maðurinn ekki fengið hellu fyrir eyrun af því sem þeir sögðu um hann, þá er ég illa svikinn; að réttu lagi hefði hann átt að fá hroðalegann hlustarverk. Þeir voru allir farnir að vinna daginn eftir, rétt eins og ekkert hefði í skorizt. Þó að skipstjórinn sæi vitanlega hvemig í öllu lá, þá nefndi hann það ekki einu orði. Það er að segja, hann lét það ekki í ljós upphátt. En þegar maður reynir að láta fjóra menn vinna minnsta kosti átta manna verk, og gefur þeim umsvifalaust á hann þegar þeim tekst það ekki, þá er vandalaust að sjá hvar skórinn kreppir, i öllu falli eins og hér stóð á. ★

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.