Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 24.12.1961, Qupperneq 22

Vesturland - 24.12.1961, Qupperneq 22
22 VESTURLAND Ur ýmsnm áttnm. ÞINGMAÐUR, sem notaði mikið orðið „nefnilega", tók til máls í umræðum um vegamál. Nefnilega — í náttmyrkri nefnilega — mættu nefnilega — nokkurri nefnilega — hættu. ★ ÞINGMAÐUR var eitt sinn mjög ákveðinn í málflutningi, og var að því spurður hvort hann talaði fyrir flokk sinn. Svaraði hann í hita ræðunnar, að svo væri ekki, heldur talaði hann fyrir skynsemina. Þar gekk einn fram ófeiminn, ávarpaði hina, — ekki fyrir flokkinn sinn, en fyrir skynsemina. ★ ★ ° Maðurinn og flyðran. Forgefins hafði fiskimann færinu keipað lengi dags, þolgæði stöðugt hafði hann, þótt heppnaðist ekki veiðin strax. Merk: að biðlundar mest er þörf mönnum, sem stunda fiskirí, skólameistara og skyttustörf skiljast ei heldur undan því. Fiskari sagður öngul á um síðir hreppti vænan drátt, stóreflis flyðra það var þá, þau stríddu hvort við annars mátt; en þegar hún kom undir borð örvaði kæti svangan höld, til hennar þessi talar orð: „Tönnin skal prófa þig í kvöld!“ Hann velti lengi í huga sér, hvernig hún yrði bezt til reidd: „Helftina steikja hyggst eg mér, hálf skaltu verða í potti seydd.“ En meðan þetta mikla happ matbjuggu og átu þankar hans, færið bilaði, flyðran slapp, fór hann svo búinn heim til lands. (Jón Þorláksson - þýtt). ★ ★ ° Hvar einn sína byrði ber, bjargar enginn vinurinn; þá er eftir þyngst hvað er, það er: að standa reikninginn. (Jón Sigurðsson: Úr mansöng í Tímarímu). ★ ★ ° Hökusterkur Halldóms boms Hóla lestamaður, einatt segir í honum hvoms, þá er hann snoppungaður. (Gömul lausavísa). TUTTUGU OG ÞRIGGJA manna karlakór skemmti með söng á sam- komu á Fljótsdalshéraði. „Brá nú svo við fyrir hljóvillusakir, að lýð- hvötin þjóðkunna umhverfðist í stórgripaljóð, því kórinn söng: — Uxar við ána.“ (Stefán Jónsson: Krossfiskar og hrúðurkarlar). ★ ★ ° KALLI GÆZKUR er kommúnisti og byltingarsinni. „Og hvenær ætl- ið þið svo að framkvæma þessa byltingu? spurði ég. — O, við erum nú alltaf að sækja um byltingarleyfi, sagði Kalli.“ (Stefán Jónsson: Krossfiskar og hrúðurkarlar). ★ ★ ° AKUREYRARKÚLTÚR birtist m. a. í hátiðlegu málfari. „Þegar við Jón Sigbjörnsson biðum hjólbarðaviðgerðar í gúm- smiðju fyrir norðan, kom þar einn af heldri borgurum Akureyrar, vék sér að verkstjóra og spurði: „Ekki vænti ég að þér starfrækið hér salemi í sambandi við fyrir- tækið?“ (Stefán Jónsson: Krossfiskar og hrúðurkarlar). ★ ★ ° — í gamla daga voru íslending- ar sterkir. Þeir fóru tuttugu á Gretti Ásmundarson og höfðu hann ekki! (úr ræðu íþróttafröm- uðar). aupfélag Isfirðinga leggur áherzlu á, að í jólamánuðinum, ekki síður en á öðrum tíma árs, fái viðskiptamenn þess sem allra mest af vörum fgrir hverja krónu. Við senclum starfsfólki okkar og viðskipta- mönnum beztu óskir um gleðileg jól og ánægju- legt ngtt ár. 0 JCauJfjjélatj ýsfylðiUýa Jnlabæliiir við íillra liæfi Krossfiskar og hrúðurkarlar bók Stefáns Jónssonar fréttamanns, seni allir hafa gaman af. Hvalur framundan fyrir sjómenn unga og aldna. í helgreipum liafs og auðnar fyrir alla sem ævintýri þrá. Á flótta Og flugi spennandi unglingabók. Undrið mesta frábær bók um dulræn efni. Ástin sigrar óskabók allra kvenna. Hús hamingjunnar hver er sá, sem ekki vill eignast það? ÆGISÚTGÁFAN Bókaútgáían S M Á R I VlKURílTGÁFAN ★ ★ ° HRINGUR er bogin lína, sem ekki er hægt að sjá hvar endar. Kisa margan kætir, kisa mýsnar grætir, kisa bciniu bætir, bezt sín kisa gætir.

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.