Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 15

Vesturland - 24.12.1961, Blaðsíða 15
VESTURLAND 15 Þessi litla mynd er af vatnspóstinum í Æðey. 1 baksýn er Snæ- fjallaströnd, en snndið milli eyjarinnar oy lands sést ekki frá póstinum í Æðey. Frá Látrabjargi Þessi mynd er frá Látrabjargi, sem er eitt mesta fuglabjarg landsins. Á myndinni sjáum við Þórð Jónsson lireppstjóra á IJvallátrum, en það var hann ásamt öðrum Látramönnum, sem unnu björgunarafrekið undir Látrabjargi, þegar enski togar- inn Doon strandaði við bjargið frarn undan Geldingsskorardal 12. desember 1947, er þeir björguðu öllum mönnum af áhöfn- inni, sem lífs voru, þegar komið var á vettvang. Það björgunar- afrek er víðfrægt, og sýndu heimamenn þar mikla þrekraun og framúrskarandi dugnað. ALLAR ÞE<SSAR MYNDIR tók Birgir Kjaran á ferðalagi sínu uni Vest- firði á s.l. sumri. Hann fór víða um á Vestljörðum, ekki eingöngu á þá staði, sem liægt er að aka á bíl sínum, heldur líka á þá staði, sem þarf að heimsækja á sjó eða á göngu. Vonandi fáum við síðar að heyra og sjá frásögn þessa kunna ferðamanns og náttúruskoðara um Vest- firði og Vestfirðinga, eins og þeir koma honuin fyrir sjónir. Frásagnir manna, eins og Birgis Kjaran, sem ferðast hafa um landið þvert og endilangt, um byggðir og óbyggðir, og skynja fegurð þess frá því minnsta til hins stærsta, kunna að meta gróður landsins og dýralíf, eru kærkomnar öllu fólki, sem ann ferðalögum, gróðri, dýrum lands- lagi og sögu þjóðiarinnar. Hitt og ÞRÆTUEPLI hafa allir heyrt nefnt, en þetta hugtak á sér sögu. Þegar þau Þetis og Peleus giftust voru 'allir grísku guðirnir í veizl- unni. Gyðjunni Eris (Þræta eða Deila) hafði þó ekki verið boðið, en hún kom samt, fleygði epli á veizluborðið, og kvað það skyldi eignast sú gyðjanna, sem fegurst væri. Júnó, Mínerva og Venus kröfðust allar eplisins, og París, konungssonur frá Trójuborg, var kvaddur til þess að skera úr deil- unni. Hann lét Venus hafa eplið, en því reiddust Júnó og Mínerva, og það var hefnd þeirra fyrir þenn- an úrskurð Parísar, sem olli falli Trójuborgar. Talið er að Hómer hafi stuðst við þessa sögn þegar hann samdi Ilions(Tróju)kviðu, en gyðjurnar eru þar nefndar grísku nöfnunum Hera, Aþena og Afrodita. Veittu þær fyrrnefndu Grikkjum, en Afrodita (Venus) Trójumönnum (Parísi). Annað frægt epli er það, sem Eva fékk Adam til þess að bíta í, en þetta er síðari tíma tilbúning- ur. Eplisins er ekki getið í Biblí- unni, og getur hver sem er flett upp á 1. bók Móse til þess að sann- . færast um það. 1 norrænni goöafræöi eru líka fræg epli, þau sem Iðunn geymdi. Þegar Æsir gerðust gamlir bitu þeir í eplin og yngdust við það upp. Iðunni var eitt sinn stolið og eplunum með, og varð Ásum illa við, sem von var, en frá þessu öllu segir Edda Snorra Sturluson- ar. ★ ★ ° Guðbraiidur á Valshamri, Þegar séra Ólafur Johnsen var nýlega kominn að Stað á Reykja- nesi, kom Guðbrandur þangað um vortíma í góðri tíð, og spyr prest- ur hann frétta. Þá segir Guðbrand- ur að ekkert væri að frétta, nema það sem ailir vissu um dýrtíðina og harðindin. „Hvað er þetta? Hvað er þetta?“ segir klerkur, sem var fljótmæltur. „Þegar allt leikur í lyndi.“ „Ósköp eru að heyra til yðar,“ mælti Guðbrandur -í eymdartón, „þegar þrjár vatns- lúkur kosta ríkisdal, mikil skelf- ing má það kosta, sem kýrin drekkur um árið.“ Svo stóð á að séra Ólafur hafði þá reglu að taka 1 ríkisdal (2 kr.) fyrir barnsskírn, er 'þótti óvanalegt, því að þá var ríkisdalur 13 fiskar, en bamsskírn var metin 6 fiskar minnst. Prestur skildi sneiðina, og kom svipur á hann, en svo sló hann því frá sér. (Finnur á Kjörseyri). þetta VIÐ KOSNINGUNA 1934 voru þeir Jón Baldvinsson og Thor Thors staddir á kjörfundi í Snæ- fellsnessýslu. Kona kom til þess að kjósa, og er henni fenginn seð- ill með þeim orðum, að hún eigi að krossa fyrir framan þann, sem hún vilji kjósa. Konan hugsar sig um andartak, en gengur síðan til og gerir með hægri hendi hátíðlega krossmark fyrir framan Jón Bald- vinsson. ★ ★ ° Á KJÖRFUNDI í Reykjavík snar- aðist sköruleg frú út úr kjör- byrginu með samanbrotinn kjör- seðil. Víkur hún sér að kjörstjór- um og segir umbúðalaust: „Hvar er Framsóknarkoffortið?" ★ ★ ° Hér er nú yfir höfuð mikið rólegt líf og lítið um styrjaldir, einvígi tíðkast nú eigi nema milli Álftnesinga og golþorska, þegar einhver álftnesisk hetja dregur þorsk og berst við hann út við keipinn; hefur Álftnesingurinn þá oftast sigur, en þó ber það stund- um við, að þorskurinn hefur betur, einkum ef þeir fara í orðakast, svo að þá verður gáfnakeppni á milli þeirra, þvi að orðheppnari hugsa ég að þorskurinn muni verða. — (Gröndal í bréfi til Boga Thor- arensen.) ★ ★ ° — Á Laugum voru saman komin 9000 ungmenni. Sex hundruð kepptu í íþróttum. Áttai þúsund og fjögur hundruð drukku sig út úr á laugardagskvöldið. Á sunnudag hylltu þau Jónas Jónsson sérstak- lega. Auk iþrótta og fyrrgreindrar skemmtunar voru ræðuhöld, en milli þeirra stunduðu unglingarn- ir ástalíf í heilnæmu útiloftinu. —- (Stefán Jónsson: Krossfiskar og hrúðurkarlar). (Aths. Síðari og betri heimildir benda til þess að hér sé ekki farið nákvæmlega með tölur. Þeir, sem drukku sig út úr voru ekki nema 8257V2, eða réttara sagt 8256, því að víst má telja nú að 3 hafi aðeins verið ,,hálfir“). ★ KÁLFUR er kálfur þar til hann eignast kálf, þá er hann orðinn belja.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.