Vesturland

Árgangur

Vesturland - 24.12.1966, Síða 14

Vesturland - 24.12.1966, Síða 14
14 saAaFSfíESJSMnxMn Gísli Jónsson fyrrv. alþingismaður Sjö vikna sírandferð haustið 1914 Frá örófi alda var ísland vegalaus háfjallaeyja langt norður í Atlanzhafi. Allt frá landnámstíð dreifist byggðin umhverfis landið, út á annes og inn um víkur, firði og flóa. Ekkert var landinu því jafn nauðsynlegt og öruggar sigl- ingar, bæði landa á milli og umhverfis landið sjálft. Á lýðveldistímanum héldu íslendingar sjálfir uppi milli- landasiglingum á opnum fleyt um knúnum árum, og seglum þegar byr gafst. Hefur það ekki verið neinum heiglum hent, að halda uppi slíkum siglingum, með þeim tækjum einum, er mannsandinn réði þá yfir. Þegar landið síðar kemst undir erlent vald færast sigl- ingar allar yfir á erlendar hendur, bæði á milli landa og með ströndum fram. Flestar þær hörmungar, sem þjóðin varð að þola á meðan það skipulag hélzt, má rekja til þeirra staðreynda, að þær siglingar voru , ekki miðaðar við hag Islendinga, enda jafn- an haldið uppi af mönnum, sem skorti bæði vilja og þekk ingu á okkar hag. Þeir litu ekki á sig, sem fulltrúa Is- lendinga, í þeim málum og höguðu sér samkvæmt því. Þegar íslendingar löngu síð ar vöknuðu til meðvitundar um það, ,,að hollt es heima hvat“, og þráin til að berjast fyrir umbótum á sem flestum sviðum var vakin í brjóstum þeirra, urðu það samgöngur- nar á sjó, sem þóttu aðkall- andi að bæta. Án þess að þeim yrði komið í viðunandi horf varð öll baráttan fyrir frelsi þjóðarinnar og sjálf- stæði unnin fyrir gýg. En það var ekki fyr en í lok nítjándu aldarinnar og á fyrstu árum þessarar aldar, að nokkur verulegur árangur hafði náðst fyrir þrotlausa baráttu forráðamanna þjóðar- innar. Þá var svo komið, að samningar höfðu tekizt við Sameinaða gufuskipafélagið danska, að halda uppi reglu- bundnum millilandaferðum á milli Íslands-Bretlands og Danmerkur, og jafnframt reglubundnum ferðum um- hverfis landið með tveimur eimskipum, „Skálholt" og „Hólar“, er skyldu hafa við- komu á flestum höfnum um- hverfis landið. Á fyrsta tug þessarar ald- ar komu til viðbótar skip Thorefélagsins, sem íslend- ingurinn Thor E. Tulíníus var aðaleigandi að. Sigldu þau skip einnig reglubundið til landsins og á einstakar hafnir umhverfis það. Tók það félag einnig að sér strandferðir eft ir 1910. Lét það smíða tvö skip til þeirra ferða „Austra“ og „Vestra“, mönnuð dönsk- um áhöfnum, er höfðu mis- munandi djúpan skilning á þörfum Islendinga og mis- munandi samúð með landi og og þjóð. „Austri“ og „Vestri“ voru í þessum siglingum skamma stund. Þau skip voru seld til Noregs, til þess þar að annast strandferðir. Eftir sátu Islendingar skipalausir fyrir strandferðirnar. Árið 1914 var um margt viðburðaríkt ár. Þjóðin er fyr ir alvöru vöknuð til meðvit- undar um það, að henni sé hollast að taka sjálf í sínar hendur bæði strandferðir og millilandasiglingar, og lætur ekki stöðvast við orðin ein. Þann 17. janúar það ár er Eimskipafélag íslands stofn- að. Þátttaka er meiri en áður hafði þekkzt í nokkru félags- stofnun. Hvert mannsbam á landinu fylkir sér um þessar framkvæmdir. Samið er um smíði tveggja eimskipa „Gull- foss“ og „Goðafoss“. Þau eiga fyrst um sinn að vera hvort- tveggja í senn, milliferðaskip og strandferðaskip með við- komu á höfnum umhverfis allt land. En þau eiga ekki að koma til landsins fyrr en á næsta ári. 1 þessu millibilsástandi er samið við Thorefélagið, að það skuli annast strandferðir á sumrinu 1914. Hefur félagið keypt gamalt eimskip Colum- bus að nafni um þrjúhundruð smálestir að stærð, með nokkru rými fyrir farþega, auk þess, sem það gat flutt vörur í tveimur lestum. Hafði skip þetta áður verið i förum í Suður Ameríku, og kom ekki til landsins fyr en eftir mitt sumar þetta ár, og tók þá upp strandferðir hér við land. Var skipshöfnin dönsk og þekkti lítt til aðstæðna hér við land. Alþingi veitti þrjátíu þúsund króna styrk til þessara ferða. Eimskipið ,,Sterling“ skyldi ennfremur halda uppi millilandasigling- Gísli Jónsson. um þetta ár, með viðkomu á ýmsum höfnum á landinu. Fyrstu kynni mín af íslenzk um strandferðum voru þó eigi á þessu ári. Árið 1901 tóku foreldrar mínir sig upp frá Skildingar- nesi, þar sem þau höfðu búið í fimm ár, og fluttu vestur á Amarfjörð. Ferðin til Bíldu- dals var farin með strand- ferðaskipinu „Skálholt", sem þá annaðist strandferðir á milli Reykjavíkur og Akur- eyrar vestur um landið. „Skál holt“ var um 400 smál. Hafði það farrými fyrir nokkra far- þega, en flestir farþegar, sem með því fóru, voru fluttir á þilfari og í lestum skipsins, einkum ef um lengri ferðir var að ræða. Það var ævin- týri fyrir 11 ára dreng, sem aldrei hafði kannað aðrar sjó- ferðir en út á hrognkelsa og þaraþyrsklinga miðin við Faxaflóa að ferðast með stóru eimskipi, stjómað af dönskum mönnum með gyllt- um snúrum og gylltum hnöpp um á klæðum sínum, og með takmarkalausan yfirlætissvip, sem ekki varð misskilinn, í allri framkomu við farþega. Ekki óraði mig þá fyrir því, að fyrir mér ætti að liggja, að standa síðar í sömu spor- um. Ég minnist þess enn hversu mikla meðaumkvun ég hafði með vesalings fólkinu, sem ferðaðist með skipinu í lest- um þess inoan um grátandi böm, stynjandi menn og kon ur vegna sjóveiki, spýjandi yfir allt, sem fyrir var, og geta sér enga björg veitt. Mat hafði þetta fólk aðeins úr skrínum sínum, sem það neytti innanum fólk, vörur og fénað, en vildi það hressa sig á kaffilögg, varð að leita á náðir matsveinsins, sem lét því í té heitt vatn gegn tíu aura gjaldi fyrir hverja könnu. Það var ekki lítill skattur á þeim árum. Fyrir 10 aura mátti þá kaupa rúm- lega hálfan lítra af nýmjólk, tvö vínarbrauð, eða þrjá snúða. Sýnir þessi samanburð ur hversu vatnskannan var dýru verði keypt af hinum er- lendu viðskiptavinum. En hvað um það, sjálf ferðin á stóm eimskipi inn um eyjar, víkur og voga að vorlagi var 11 ára dreng ógleymanlegt ævintýri. Næstu kynni mín af strand ferðum vom sumarið 1909. Ég var þá orðinn tvítugur að aldri, búinn að komast í kast við „Ægi“, bæði á stærri og minni fleytum, opnum bát- um, skútum og vélbátum, og þess utan verið í tæpt ár á vélaverkstæði á ísafirði. Var það af hreinni tilviljun að ég réðist til strandferða þetta sumar. Hrólfur Jakobs- son skipstjóri, ættaður af Vatnsnesi við Húnaflóa, mik- ill sjógarpur og drengur góð- ur, hafði tekið á leigu þetta sumar seglskútu á ísafirði um 30 smál. að stærð. Átti skútan að vera siglandi verzlunarskip á allar hafnir milli Skaga við Húnaflóa og Snæfellsness. í- búum á þessu svæði skyldi selja margs konar vörur með vægu verði og taka sem gjald miðil allar íslenzkar afurðir á hæsta verði. Skipið skyldi einnig flytja bæði fólk og farangur, eftir því sem tæki- færi gæfist og rúm leyfðu. 1 skútuna hafði verið sett vél, sem ganga skyldi fyrir olíu, er blönduð var 1/3 af vatni. Var það ný uppfinning gerð af hr. Jessen vélsmið á Isafirði, en hjá honum var ég nemandi. Sá var þó galli á gjöf Njarðar, að vélin gekk aldrei ömgglega, nema að henni væri stjórnað af ein- hverjum frá vélsmiðjunni, sem þekkti alla hennar leyndardóma. Því var það, að húsbóndi minn fól mér þetta vandaverk um sumarið. Skip þetta sigldi ekki eftir neinum fyrirfram ákveðnum leiðum, hafði heldur engan styrk til þessara ferða, en það sigldi inná hverja vík, hvem fjörð, flóa og vog á fyrnefndu svæði, og ennfremur kom það við á flestum byggðum eyjum Breiðafjarðar. Þessi sigling var mér nýtt og skemmtilegt ævintýri. Hvar sem við höfð- um viðkomu var okkur tekið með óvenjulegri gleði ogvíða með miklum höfðingsbrag. Fólkinu fannst það svo mikið nýmæli, að komið væri svo að segja allt að bæjardyrum með vörumar, sem það áður varð að sækja langar leiðir. Þetta sumar kynntist ég mörgum dásemdum íslenzkrar náttúru, en einnig mörgum hættum, sem lágu í leyni við sker, kletta og flúðir. En ég batt einnig þetta sumar vin- áttu við marga menn, sem entist alla þeirra ævi. Þó að farkosturinn væri bæði smár og óheppilegur, sem strand- ferðaskip, þá fór það ekki leynt, að tengslin á milli íbú- anna og skipshafnar vom það sterk, að þetta gerði meira en að vega upp á móti því, sem á vantaði á öðmm sviðum. Þá var mér það ljóst, hversu mikil nauðsyn það var fólk- inu að þessi þjónusta öll kæm ist sem fyrst í hendur ís- lendinga sjálfra. Þriðja kynning mín af strandferðunum var ferð sú, sem íarin var með ,Columbus‘ haustið 1914, og hér verður skýrt frá. Mun það vera sú strandferð, sem lengstan tíma hefur tekið hér, fyrr og síðar. En alls stóð hún í 49 daga. Ég var þá nýlega orðinn 25 ára að aldri. Hafði lokið öll- um stigum verklegs náms á togurum, verið þar kyndari, undirvélstjóri og yfirvélstjóri. Halldór Pétursson listmálari myndskreytti

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.