Vesturland - 24.12.1966, Blaðsíða 26
26
kiíarímur úr Hjallalirep
Anika Magnúsdóttir.
Suður til Reykjavíkur er
fluttur einn gamall og marg-
fróður Djúpmaður, Ásgeir frá
Æðey. Hann er víðlesinn og
mikill áhugamaður um ljóð
og kveðskap. Þeðar Vestur-
land íór þess á leit við hann
í haust, að hann léti blaðinu
í té eitthvert efni í jólablað-
ið, brást Ásgeir vel við og
sendi sveitarímur þær, sem
hér fylgja.
í bréfi sínu segir Ásgeir
ma.: „Mér datt í hug, að
sumum myndi þykja gaman
að því, að kynnast leikföng-
um unga fólksins fyrir 80
árum. Anika sleppir öllum
húsmönnum, sem áttu býli
við Gullhúsár, Berjadalsár,
Hóltún, Hlíðahús og Nausta-
vík, og svo er Tirðilmýri ekki
talin þarna, af því að hún
var þá í bili nytjuð frá Æðey.
„Gaman er að sjá og finna
hvað unga fólkið gerði sér
gott af, og viss er ég um, að
unga fólkið nú þekkir ekki
öll þessi baragarheiti, sem þá
var leikið sér að.“
Anika Magnúsdóttir var
fædd árið 1865 í Kirkjubóli
í Korpudal í Önundarfirði og
voru foreldrar hennar Mag-
nús Jónatansson og Guðrún
Jónsdóttir. Anika átti lengst
af heima á Kaldá og síðan
á Flateyri, en var sem ung-
lingur í Æðey, en Anika og
Ásgeir voru þremenningar.
Var Magnús faðir hennar
lengi fjármaður hjá Guð-
mundi Rósinkarssyni í Æðey.
Athyglisvert er að Anika er
aðeins sextán ára þegar hún
yrkir þessa rímu, og virðist
það benda til þess, hve sú
íþrótt að yrkja og setja sam-
an vísur hefur verið almenn
og útbreidd meðal fólks á
öllum aldri á þessum tímum,
þrátt fyrir hinn harða skapa-
dóm Jónasar Hallgrímssonar
yfir rímnakveðskapnum.
Eitthvað hefur Aniku þótt
ábatavant um sinn skáldskap,
því að Ásgeir segir í bréfi
sínu, að hann hafi eitt sinn
hitt Aniku á Flateyri og innt
hana eftir því, hvers vegna
hún hafi hætt að yrkja.
„Það skal jeg segja þjer,
frændi góður. Þegar jeg sá
hvað aðrir gátu betur, þá
hætti jeg.“ Um þetta segm
Ásgeir: „Svona ættu fleiri að
hugsa. Það er þungt að þegja,
en „betri er þögn en óþörf
ræða.“ Ekki meira um það.“
Og þá kemur sveitaríman
hennar Aniku, full fjörutíu
erindi.
Bráinsvallar bað mig grjer í bragarspjalli vöndu, um bændur alla yrkja hjer á Snæfjalla ströndu. Sigurð nefnir sveitin kná í sóma standi fínu, býr við efni bestu sá bráins safnar dýnu. Mitt fram gengur mönduls far um merkan hringa þóra, yfir sundið Æðeyar og að bænum stóra. Ábúanda jeg annan tel yggur frænings mundar, röskur bóndinn Ragúel rétt vel búið stundar.
Orðum haga ei jeg kann óð, ?em mætti prýða, skörp er ekki skáldgáfan skaf þó fáu kvíða. Sjer á konu sverðatýr sem Rannveigu jeg nefni, vel er stöndug, viðmótshýr valin hringa gefni. Æðey byggir ágætur örva-týrinn rari, gæða bóndinn Guðmundur getinn Rósinkari. Hans er konan menta mörg meður breytni fróma, er að nafni Ingibjörg æsku þakin blóma.
Á Snæfjöllum búi býr bóndi gildur talinn, heitir Jens sá hjörvatýr hann ólafi er alinn. Búið stunda besta kann baugagrjer ólúni, Ásgrím nefna þjóðir þann þakinn orma túni. Fram úr skarar forstandið í fríðu búi situr, góðhjartaða góðmennið gestrisinn og vitur. Bæjum stýrir blóms á kvon bóndinn heiðarlegi, Pálmi Árna sá er son sæmdur ræktarvegi.
Yggur stála af öðrum ber auðnu valinn grúa, gestrisinn og glaður er gerir vel að búa. Hölda prýði sjerhvert sinn sveigir blíður skjóma, bænda fríði fullhuginn fær hjá lýðum sóma. Guðrún heitir gullhlaðssól Guðmunds konan bjarta, ber hjá öllum brögnum hól best sem kann að skarta. Ekta kvinnan heiðvirð hans halinn gerir prýða, Sigríður heitir seljan bands sóma konan fríða.
Sjer fyrir konu Önnu á auðar blíður hlynur, hýr ber sóma hringagná hlaðin forstandinu. Konu á, sem kætir lund knefa mjalla viður, Guðrún heitir gullhlaðssprund gæfan snjalla er styður. Glöð þann skundar gæfuveg gjörir sprundið fríða, höfðingslunduð heiðarleg hrings er gmndin fríða. Af brögnum metinn búhöldur í blóma standi fínu, Pálmi getinn Guðmundur gegnir búi sínu.
Bús við knytti kátur vel kallaður nokkuð vitur, ágæt skyttan Otúel á Snæfjöllum situr. Enn á Skarði Egill býr af er þjóðum metinn, þessi frægi þomatýr Þorgrími er getinn. Öðrum parti eyjunnar öllum þakin blóma, Sumarliði ræður rar reifaður heiðri og sóma. Bústýru heldur baugatýr best sem kann að vanda, Etilfríður heitir hýr hrundin silkibanda.
Dagný heitir dúkasól dýr hans konan fríða, ber hjá flestum brögnum hól björkinn linna hlíða. Hjartagóður heiðursmann hróðri lýða ei týnir, aumingjunum ætíð hann ástúð bestu sýnir. Frægum bera af fyrðum vann freyrinn glóða Rínar, er gullsmiður einnig hann æfir listir fínar. Höldum þarfur bú við best baugafreyrinn vitur, Kolbeins arfinn Engilbert á Lónseyri situr.
Inn með sjónum syðra þar set jeg nokkuð iðinn, Bjama fyrstan finn jeg þar fræga Guðmunds niðinn. Sjer á konu sverðabör sem að eykur gleði, Guðrún heitir veigavör væn og stillt í geði. Æðey virðir þjóðin þín þá skal lengur búa, upp á landið ljóðin mín langar til að snúa. Ólafíu ekta kvon áður festa kunni, sú ei verka lætur lon lengi hefur unnið.
Sá býr nú á Sandeyri sveigir skjóma fríði, hann er lýða hreppstjóri hlaðinn sóma og prýði. Bestan stundar búnaðinn bændaröð í talinn, iðjusamur og þrifinn Arnór nefni jeg halinn. Þarnæst Guðmund greina skal gæfu vafinn standi, ötull byggir Unaðsdal er sá velbúandi. Vil jeg í skyni vinsemdar veita biðja fljóðin, að virða mér til vorkunnar valla fögur ljóðin.
Á Halldóru ekta sprund er að mínum dómi, hjartagóð og hýr í lund heiðurs kvenna blómi. Guðrún heitir glöð á brá gmndin Fáfnis reita, Amórs konan auás er gná ýtar hólið veita. Hans ráðskona hrindir móð hrunda blíður jafni, Þóra heitir þetta fljóð þakin dyggða safni. Sextán vetra samdi Ijóð síst með orðagnóttir, óðs í greinum ekki fróð Anika Magnúsdóttir.