Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 82
78
BÚNAÐARRIT
af myndabókinni „Ponies“, stækkuð og nú með Iit-
myndum úr nýju kvikmyndinni.
Til þessarar kvikmyndatöku voru send út 10 hross
til viðbótar í aprílmánuði 1956, þar af var ein hryssa,
sem Búnaðarfélag íslands sendi frú Bruns að gjöf
fyrir einstakt starf í þjónustu íslenzka hestakynsins,
þar sem hún kynnir það á svo sérstæðan og skemmti-
legan hátt með bókum sínum og kvikmyndum. Þannig
hefur hún skapað hestinum okkar tugi þúsunda af
aðdáendum og vinum í heimalandi sínu, en þar var
hann óþekktur áður. Þessar tvær kvikmyndir, sem
ARCA-FILM hefur nú þegar látið gera, hafa kostað 2.8
milljónir marka, en með réttu peningagildi samsvarar
það um 15—18 milljónum íslenzkra króna. Þetta er
þó á engan hátt nein góðgerðarstarfsemi, hvorki frá
hendi frú Bruns cða ARCA-FILM, heldur hefur hest-
urinn okkar verið þeiin mikil gróðalind, og nú er
verið að xæða og rannsaka, hvernig þriðja kvikmyndin
verði bezt gerð. Þetta er okkur ekki sízl gleðiefni. 1
dómunum um þessar kvikmyndir felst að verulegu leyli
dómurinn um framtíð hestsins okkar, því að ])ótt við
íslendingar séum sérstæðir um marga hluti, þá fylgj-
um við umheiminum í flestum efnum, tökum siði og
háttu annarra þjóða, og öruggasta trygging fyrir blóm-
legri hestamennsku hér á landi er, að aðrar þjóðir
elski og noli íslenzka reiðhesta sér til unaðar.
Með hestunum fór s. I. vor utan þjóðverjinn Fre-
derik Falkner, sem hefur dvalið hér á landi um mörg
ár, kann islenzku og hefur kynnzt hestamennsku okk-
ar ýtarlega. Hann starfaði við kvikmyndartökuna i
sumar og gerði þar mikið gagn. Hann er nú setztur að
í heimalandi sínu og hefur fengið sér smábýli, þar sem
hann hyggst stunda islenzka hestamennsku.
Þann 16. júlí mætti ég svo á fjórða alþjóðamóti .
„pony“-ræktenda, sem landbúnaðarráðuneytið í KaUp-
mannahöfn hélt i húsakynnum Landhúnaðarháskól-