Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 393
BÚNAÐARRIT
389
Ull afkvæmanna er hvit, fín, en ekki sterk. Af-
kvæmahópurinn var samstæður, friður og ber órækt
vitni um sterlca kynfestu Kolls.
Kollur IX hlaut II. verðlaun fijrir afkvæmi.
Tafla 32. Afkvæmi áa í Akrahreppi.
1 2 3 4 5 6
A. MóÖirin: Fegurð 8, 6 v. 67.0 94.0 70 28 21.0 120
Sonur: 1 hrútur, 1 vetra . . 70.0 99.0 79 35 23.0 127
Dætur: 2 ær, 3 og 5 vetra . 60.0 92.0 - - 20.0 125
2 gimbrarlömb, tvíl. 32.5 74.5 - - 17.0 114
B. Móðirin: Surtla, 6 vetra 60.0 91.0 69 27 21.0 118
Synir: 2 hrútar, 2 og 4 v. . 93.5 104.5 80 33 23.5 128
1 hrútlamb 45.0 80.0 - 20.0 118
Dætur: 1 ær, 1 v., lambsgota 49.0 88.0 - - 20.0 121
1 ær, 1 vetra, geld 56.0 93.0 - - 20.0 121
A. Fegurð 8, eign Rögnvaldar Jónssonar, Flugu-
mýrarhvammi, er af þingeyzkum uppruna. Hún er
sjálf gerðarleg ær, en elcki holdmikil, enda ávallt tvi-
lembd, síðan hún var gemlingur.
Sonur Fegurðar, Loki, veturgamall, er allgóður II.
verðlauna hrútur, cn er of slakur i lærum og lítið eitt
upphryggjaður. Dætur Fegurðar eru allmisjafnar.
Hneta, 5 vetra, gekk með ágælu lambi og er sjálf ríg-
væn og mjög vel gerð ær. Herðabygging afkvæmanna
er í bczta lagi, en læri nokkuð misjöfn.
Fcgurð hlaut 11. vcrðlaun fgrir afkvæmi.
B. Surtla, eigandi Guðmundur L. Friðfinnsson,
Egilsá, er fremur smávaxin, en hnellin og hörkuleg ær.
Tveir synir Surtlu, 2 og 4 vetra, eru báðir góðir
II. verðlauna hrútar með ágæta yfirbyggingu, en
hins vegar er bringan ekki nógu góð, né rifjahvelf-
ingin. Holdfylling læra er ágæt á 2 vetra hrútnum.
Veturgömlu ærnar eru fremur léttar, en vel gerðar
eins og hin afkvæmi ærinnar. Lambhrúturinn var vel
vænn, en ekki álitlegt hrúsefni, of þröngur fram.
Surila hláut II. verðlaun fyrir afkvæmi.