Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 290
286
BÚNAÐARRIT
fæddur 10. júlí 1939 og notaður í félaginu frá því hann
varð kúnýtur til 7 ára aldurs. Toppur og synir hans,
Depill frá Hvammi, Tígull frá Holtastáðakoti og Spaði
frá Björnólfsstöðum, hækkuðu mjólkurfitu stofnsins,
svo að til skamms tíma hefur innlögð mjólk í mjólkur-
búið á Biönduósi verið einna fitumest úr þessum
hreppi. Árið 1955 mjólkuðu 6 fullmjólkandi dætur
Topps að meðaltali 3604 kg með 3.91% mjólkurfitu
eða 14092 fe. Depill, sonur Topps og Grímu 1 í Hvammi
úr Bárðardal, var einna mest notaður af sonum lians.
Var meðalnyt 12 fullmjólkandi dætra Depils 1955
3245 kg lneð 3.99% mjólkurfilu eða 12948 fe, og 2 af 3
kúm, sem I. verðlaun hlutu, voru dætur hans. Naut
félagsins, Ljómi N 71, hlaut II. verðlaun.
í A.-Húnavatnssýslu hefur nýlega verið hafið átak
í nautgri'paræktarmálum. Aðstaða lil félagslegra sam-
taka batnaði við komu héraðsráðunautarins, sem lagt
hefur sig fram við að koma búfjárræktarmálunum í
betra horf en áður var. Enn er þó eftir að vita, hvernig
félagsstarfinu reiðir af að þessu sinni. Mjólkurfita
kúastofnsins er mjög lág í sumum hreppunum, allt að
því %% lægri í innlagðri mjólk en í þeim sveitum
annars staðar, sem lengst eru komnar í ræktun með
tilliti til hárrar mjólkurfitu.
Öll nautin, sem viðurkenningu hlutu í Húnavatns-
sýslu, voru að einhverju leyti af Kluftastofni. Útvegun
aðfenginna nauta í sýsluna er vandkvæðum bundin
sökum sauðfjársjúkdómavarna. Hafa einkum verið
fengin naut þangað úr Borgarfirði og Bæjarhreppi i
Strandasýslu. Næstu árin, meðan Húnvetningar eru
að kanna sinn eiginn stofn, ættu þeir aðallega að
beina nautakaupum sínum austur yfir Skjálfanda-
fljót, unz frekari reynsla er komin á hina aðfengnu
kynbótagripi, sem nú eru til.
1 Skagafirði voru sýningar haldnar 8. 14. júni. Af-
urðaskýrslur um kýr hafa borizt Bl'. ísl. frá örfáum