Búnaðarrit - 01.01.1957, Side 334
330
BÚNAÐARRIT
fótum, en ullin hvít, fremur þellítil. Sum afkvæmin
eru svört. Aflcvæmin bera með sér mikla kynfestu.
Þau eru öll prýðilega gerð, nema veturgömlu hrút-
arnir. Bakið er framúrskarandi breitt, sterkt og hold-
gróið, malir eru breiðar, langar, beinar og vel hold-
fylltar og lærin eru einnig góð. Fótstaðan er rétt. Herð-
ar eru breiðar og ágætlega holdfylltar, bringan breið,
vel framstæð og úllögur á síðum ágætar. Dætur Fífils
eru ágætlega frjósamar, sjá töflu 2 D, og frábærar
mjólkurær. Lömbin undan þeim lögðu sig til jafn-
aðar haustið 1956 sem hér segir: Tvílembingar með
17.7 kg, einlembingar með 20.0 kg og lambgimbra-
lömb með 16.9 kg falli. Fífill stóð mjög nærri því að fá
I. verðlaun fyrir afkvæmi, en veturgömlu hrútarnir,
synir hans, voru svo gallaðir, að ekki þótli fært að
veita honum svo háa viðurkenningu i þetta sinn.
Annar þeirra hlaut engin verðlaun, en hinn II. verð-
laun. Fífill er frábær ærfaðir, og þyrfti að nota hann,
þar sem bændur vilja rækta hyrnt fé, en það er flest-
um bændum í Kirkjubólshreppi um geð.
Fífill VI lilaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Blcttur XXXI, eign Björns Sigurðssonar, Arn-
kötludal, er heimaalinn, sonur pissurar og Drop-
eyru 25.
Afkvæmi Bletts eru öll kollótt, mjög Ijósgul á haus
og fótum, með vel livíta og frernur góða ull. Þau
bera með sér mikla kynfestu í svip, vaxtarlagi og
holdafari. Þau eru jafnvaxin, bringan framstæð og
breið og brjóstkassinn sivalur, bakið beint, breitt,
sterkt og holdgróið, malir eru brciðar og holdmiklar,
lærin yfirleitt holdgóð, en þó aðeins of linir vöðvar í
sumum. Svipur afkvæmanna er fagur og þolslegur.
Fullorðnu hrútarnir, synir Bletts, Dalur á Smáhömr-
um og Freyr í Arnkötludal, eru metfé. Sá síðarnefndi
stóð efstur af hrútum þeirra, sem eru í fjárræktar-