Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 266
262
BÚNAÐARRIT
flokknum mjög ungar. Tveir synir hans hlutu 11.
verðlaun, Brandur N 51 og Randi N 52. Sjóli var sýnd-
ur í öngulsstaðahreppi, en var fluttur á sæðinga-
stöðina að loknum sýningum.
4.Brandur N 44, eign Nf. Bólstaðarhlíðarhrepps,
kom nú í fyrsta sinn á sýningu, enda þótt hann væri
orðinn 10 vetra, en stutt er síðan nautgriparæktarfélag
var slofnað að nýju i hreppnum. Hann var keyptur
kálfur frá Hesti í Borgarfirði og fluttur í Eiríksstaði
í Svartárdal og notaður þar i sveit siðan, unz Búnaðar-
samband Húnavatnssýslu hlutaðist til um nú að
sýningu lokinni, að hann yrði notaður víðar í sýslunni.
Sýnd var 21 dóttir Brands. Fimm systranna voru
rauðar og rauðskjöldóttar, 6 bröndóttar og brand-
skjöldóttar, 3 kolóttar og kolskjöldóttar, 5 svartskjöld-
óttar, 1 grá og 1 gráskjöldótt. Ein var hyrnd, 9 hnífl-
óttar og 11 kollóttar. Eins og flestar kýr í hreppnum
eru dætur Brands smávaxnar. Reyndist meðalbrjóst-
ummál þeirra vera 159 cm. Fyrir byggingu lilutu þær
73.5 stig að meðaltali.
Dætur Brands liafa sviplitinn haus, beinan hrygg,
fremur góðar útlögur, en misjafna holdýpt. Þær hafa
jafnar malir, en nokkuð þaklaga og hallandi. Flestar
þeirra hafa góða fótstöðu og vel löguð júgur. Spenar
eru góðir, en afturspenar of aftarlega settir. Einstaka
kýr er fremur fastmjólk. Sumar dætur Brands voru
fullvaxnar, en aðrar mjög ungar, og höfðu nokkrar
borið alltof ungar. Afurðaskýrslur eru til yfir all-
margar dætur Brands, en þó ckki samfelldar frá 1.
burði. Árið 1956 voru 5 fullmjólkandi dætur hans
skýrslufærðar. Höfðu þær komizt að jafnaði í 18.2 kg
eftir burð það ár og mjóllcað 3481 kg með 4.11%
mjólkurfitu eða 14307 fe, sem eru ágætar afurðir.
Samanburði á afköstum dætra Brands og mæðra
þeirra varð ekki við komið sökum skorts á afurða-
skýrslum frá fyrri árum. Hins vegar sýna afurðir