Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 404
400
B ÚNAÐARRIT
A. Laxi VI, eigandi Sigurjón Steinsson, Þórodds-
stöðum, var keyptur lamb frá Jóni H. Þorbergssyni,
Laxamýri. Hann var sýndur með afkvæmum 1954 og
hlaut þá I. verðlaun fyrir þau, sjá Búnaðarrit, 68.
árg., bls. 358. Laxi er óhemju vænn einstaklingur og
afburða kind. Má þó segja, að lærvöðvar þyrl'tu að
vera fyllri, til að hann geti talizt gallalaus. Laxi reynd-
ist þyngri nú en nolckru sinni fyrr, sjá töflu 39 A,
enda túngenginn að verulegu leyti. Hann er lítið eitl
farinn að slakna um brjóst.
Afkvæmi Laxa eru mjög væn, eins og tafla 39 A
ber með sér og framúrskarandi holdgóð. Þau eru mjög
Mk að útliti og gerð og benda á mikla kynfeslu föð-
urins. Mörg afkvæmanna eru metfé, enda þótt sum
séu nokkuð lin í lærum. Frambygging þeirra er frá-
bær, brjóstkassinn sívalur og rýmismikill, bringan
djúp og brcið, herðar breiðar og jafnar. Bakið er
yfirleitt sterkt og mjög holdgott og spjaldið breitt.
Hausinn er stuttur, sver og þróttlegur, fætur stuttir
og sterklegir og svipmótið frjálslegt. Ullin cr hvít,
fremur fín og sæmilega sterk. Afkvæmin eru gulleil
á haus og fótum.
Hrútarnir 6, sem sýndir voru með Laxa, voru
prýðilega vænir. Gulur, 4 vetra, er þeirra beztur,
kostamildll einstaklingur, jafnvaxinn og holdgóður.
Prúður, 3 vetra, hlaut einnig I. verðlaun. Hann er
prýðilega lioldgóður og vænn. Spjaldið er breitt og
vel lioldfyllt, en brjóstrými tæplega nægilegt. Bakkus,
veturgamall, hlaut einnig I. verðlaun og er góður ein-
staklingur, en þó ekki nægilega vel holdfylltur, eink-
um á baki. Hinir 3 synir Laxa hlutu allir II. verð-
laun, og eru þeir vænir og allkostamiklir einstak-
lingar. Lambhrútarnir eru allir álitleg hrútsefni, eink-
um tvílembingur undan Drottningu.
Ærnar, dætur Laxa, eru framúrskarandi vænar og
þroskamiklar, eins og tafla 39 A sýnir. Ber Strolla, 2
L