Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 394
390
BÚNAÐARRIT
Viðvíkurhreppur.
Þar var sýndur 1 hrútur með afkvæmum, sjá
töflu 33.
Tafla 33. Afkvæmi Glókolls í Viðvík.
1 2 3 4 5 6
Faðirinn: Glókollur, 6 vetra 102.0 110.0 83 35 26.0 138
Synir: 2 hrútar, 3 og 5 v. 93.5 110.0 86 34 26.5 131
1 lirútur, 1 vetra . . 80.0 104.0 82 35 24.0 130
3 hrútlömb, einl. .. 48.7 82.7 - - 19.7 117
1 hrútlamb, tvíl. . . 45.0 79.0 - - 19.0 116
Dætur: 8 ær, 2 og 3 vetra 00.2 92.4 - - 20.6 125
1 ær, veturg., mylk 54.0 89.0 - 20.0 120
2 ær, 1 vetra, geldar 57.5 92.0 - - 21.0 121
8 ghnbrarl., einl. . . 40.0 79.1 - - 19.2 119
1 gimbrarl., tvíl. . . 33.0 76.0 - - 18.0 117
Glókollur, eigandi Sverrir Björnsson, Viðvík, var
keyptur lamb á Vestfjörðum. Hann er vænleika- og
holdakind, prýðilega jafnvaxinn og hraustlegur.
Synir Glókolls, 3 að tölu, 1 til 3 vetra, eru allir
prýðilegir I. verðlauna hrútar, einkum Nökkvi, sem
er hreinasta inetfé, en hinir tveir eru einnig afbragðs
góðir. Lambhrútarn reru tæplega nógu vænir, en þó
eru tveir þerra álitleg hrútsefni.
Ærnar, dætur GlókoIIs, eru sæmilega vænar og vel
gerðar, en nokkuð misjafnar, einkum hvað við kem-
ur bringu og lærvöðvum. Herðar eru yfirleitt góðar,
en einstaka lítið eitt skarpar á herðakamb. Frjósemi
virðist vera fremur lítil. Um afurðir er fátt hægt að
fullyrða, þar sem ærnar eru allar ungar, sem sýndar
eru með honum. Gimbrarnar eru sæmilega vænar og
jafnar.
Svipmót afkvæmanna er yfirleilt gott, þolslegt og
skerpulegt. Ullin er fremur gróf og ekki mikil. ÖIl
eru aflcvæmin nokkuð gulleit á lagðinn, nema Nökkvi,
sem hefur hvíta og góða ull. Kynfesta virðist mikil.
Glókollur hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.