Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 202
198
BÚNAÐARRIT
var Smyrill í Steinstúni frá Norðurfirði. Hann er í
senn þungur, með ágætl brjóstummál, sterkt og hold-
gott balc og framúrskarandi mala- og lærahold. Af
öðrum góðum hrútum má nefna Biskup Þorsteins á
Finnbogastöðum, sem er væn kind, en fullstór, og
Vörð Guðmundar í Bæ, sem cinnig er góð kind, en
hefur fullháar herðar. Snígill Sveins Ágústssonar á
Djúpuvík og Svanur Alexanders Árnasonar sama
stað eru báðir vel gerðir, en mættu báðir vera þyngri.
Herðar eru líka fullgrófar á þeim. Þeir eru báðir af
þingeysku kyni undan Garra á Svanshóli. Sennilega
er það skyldleikarækt að lcenna, að þeir hafa ekki
náð meiri þyngd og er ekki ósennilegt, að afkvæmi
þeirra með óskyldum ám geti orðið þeim betri. Mun
rétt fyrir þá, sein eiga hyrnt fc, en eiga erfitt með
að fá góða liyrnda hrúta, að fytgjast vel með af-
kvæmum þeirra Snigils og Svans og fá góða lamb-
hrúta undan þeim til reynslu.
Nokkuð er til af fé í Árneshreppi út af kollótta
stofninum á Svanshóli. Er það yfirloitl mun liold-
betra en heimaalda féð þar, en oft of létt. Með skyn-
samlegri blöndun við fé, sem fyrir er, ætti að vera
hægt að sameina þungann í heimafénu lioldseminni
í Svanshólsfénu og fá þannig fram vel gerða og þunga
einstaklinga.
Aðeins tveir veturgamlir hrútar hlutu I. verðlaun,
þeir Hnífill á Krossanesi og Göltur í Litlu-Ávík, báðir
undan Svan Guðmundar í Bæ. Hnífill er mikill hrút-
ur, þungur og vel holdfylltur. Göltur er i téttara lagi
með fullmjótt bak, en ágæa bold.
Það er mjög mikilvægt fyrir bændur í Árneshreppi
að rækta bcinasmátt og holdmikið fé. Stórbeinótta
féð á engan rétt á sér þar, vegna þess að landgæði
eru sennilega minni í Árneshreppi heldur en í nokkr-
um öðrum hreppi sýslunnar, og grófgert fé safnar því
ekki nægum holdum þar.