Búnaðarrit - 01.01.1957, Page 383
BÚNAÐARRIT
379
Þær eru vænar og holdgóöar. Dætur Óðins eru enn
ungar, en líta út fyrir að vera ágætar mjólkurær.
Tvævetlulömbin undan þeim, einlembingar, lögðu sig
með 17.9 lcg meðalfalli 1956. Hrútarnir, synir Óðins,
eru ekki tiltölulega eins góðir og ærnar. Þeir eru með
sama gula svipinn og eru fínhyrndir, en hafa of
krappa bringu, of litlar útlögur og fullmjótt bak. Þeir
eru sumir of léttir. Óðinn er ágætur ærfaðir, en ekki
nógu góður hrútafaðir.
Óðinn XI hlaut II. vcrðlann fyrir afkvæmi.
Austur-Húnavatnssýsla.
(Eftir Sigfús Þorsteinsson og Aðalbjörn Benediktsson.)
Þar voru alls sýndir 6 afkvæmahópar, 4 með hrút-
um og 2 með ám, sjá töflur 24—28. Aðalbjörn Bene-
diktsson var oddamaður dómnefndar á öllum sýn-
ingunum, en Sigfús Þorsteinsson meðdómari af hálfu
Búnaðarsambandsins.
Áshreppur.
Þar var sýndur einn hrútur með afkvæmum, sjá
töflu 24.
Tafla 24. Afkvœmi Sóma V í Grímstungu.
i 2 3 4 5 6
Faðirinn: Sómi V., 8 vetra 91.0 105.0 81 37 26.0 133
Synir: 1 hrútur, 3 vetra .. 93.0 106.0 84 38 24.0 135
6 hrútar, 1 vetra . . 75.5 100.0 80 36 23.0 136
2 hrútlömb, einl. . . 48.5 85.0 72 35 19.0 133
Dætur: 10 ær, 2—G v., einl. G0.3 93.0 74 34 19.5 134
5 gimhrarlömb, einl. 44.0 83.0 69 33 19.0 129
5 gimbrarlömb, tvíl. 36.5 79.0 67 32 18.0 125
Sómi V, eigandi Lárus Björnsson, Grímstungu, var
keyptur lamb frá Arngerðareyri við ísafjarðardjúp.
Hann er hvitkollóttur með framúrskarandi þróttlegan
haus, mjög jafnvaxinn og lýtalaus á byggingu og
hefur afburða mikil og þétt hold. Hann hefur ætíð