Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 234
230
BÚNAÐARRIT
hrútarnir í sýslunni, sjá töflu 1. Fyrstu verðlaun
hlulu 7 hrútar fullorðnir og 1 velurgamall. Beztur
þeirra var Kleifur í Dalsmynni frá Laugabóli í Naut-
eyrarhreppi. Hann er metfé og er í senn lágfættur,
þungur, útlögumikill, bollangur og hefur með af-
brigðum breitt og holdgott bak, sjá töflu G. Sonur
hans, Styggur, á sama bæ, er einnig prýðileg kind,
en jafnast ekki á við föður sinn. Hringur í Dalsmynni,
sonur Nökkva á Hesti, er álitlegur hrútur, en vantar
aðeins fyllingu aftan við bóga. Gyllir og Spakur í
Akurholti eru báðir kostamiklir fyrstu verðlauna
hrútar, sá fyrr nefndi samt mun betri. Hann er i senn
útlögumeiri, þyngri, bakbreiðari og lágfættari en sá
fyrr nel'ndi. Veturgamli hrúturinn, sem hlaut fyrstu
verðlaun, Smári á Gerðubergi, er þéttur, holdgóður
og yfirleitl mjög álitleg kind. Ivóngur Óskars i Hross-
holti, álitlegur fyrstu verðlauna hrútur, er lágfættur
og hcfur ágætt bak, en er varla nógu útlögumikill.
Kollur séra Þorsteins L. Jónssonar í Söðulsholli frá
Laugabóli hlaut nú aðeins II. verðlaun, vegna þess
hve létlur hann var. Er hann var veturgamall, náði
liann heldur ekki I. verðlaunum af sömu ástæðu, en á
fjárræktarfélagssýningu fyrir tveim árum hlaut hann
I. verðlaun. Það er mikið álitamál, hvort Kollur hefði
ekki alltaf átt að fá I. verðlaun, vegna þess hve þols-
legur og vel gerður hann er. Eftir sýninguna frétti
ég, að hann hafi reynzt vel til undaneldis, en því mið-
ur fékk ég ekki þær upplýsingar áður en sýningu lauk,
en þær hefðu getað breytt úrslitum dómsins.
Kolbeinsstaðahreppur. Þar voru sýndir 69 lirútar,
svipaðir að vænleika og hrútarnir í Eyjahreppi, sjá
töflu 1, en mun betur gerðir, enda hlutu 29 þeirra I.
verðlaun. Kubbur í Mýrdal, sonur Snigils þar, bar af
hrútunum í hreppnum. Hann er djásn að allri gerð.
Tveir bræður hans, Stubbur og Þokki, hlutu einnig I.
verðlaun, og sá fyrrnefndi var bezti hyrndi tvævetling-