Búnaðarrit - 01.01.1957, Blaðsíða 216
212
BÚNAÐARRIT
árdal beztur. Hann er metfé að vænleika og gerð.
Geiri í Neðri-Bæ ættaður frá Selárdal, faðir Storms
þar, er frábær kind. Hann er lengra t'ram ættaður frá
Kirkjubóli, út af Geira þar, er hlaut I. verðlaun 1945.
Sómi í Neðri-Bæ, sonur Geira, er einnig prýðilega
gerð kind. Sómi Ragnars í Selárdal frá Bakka er
kostamikill einstaklingur. Á síðasta áratug hefur féð
í Selárdalnum batnað mjög, enda hafa komið þaðan
í fjárskiptin á undanförnum árum margar prýðilegar
kindur. Hrútarnir í Selárdalnum bera lika með sér
merki ræktunar og kynfestu. Þeir eru þróttlegir, hold-
milclir og fremur lágfættir. í Ketildalahreppi hefur
féð lengi verið allgott og margir góðir hrútar komið
þaðan í fjárskiptin, t. d. frá Feigsdal. Stofninn þar og
víðar í hreppnum virðist húa að þingeyskri blöndun,
sem átti sér stað fyrir 20—30 árum siðan.
Tálknafjarðarhreppur. Þar var fásótt sýning. Að-
eins voru sýndir 18 hrútar. Þeir voru fremur rýrir,
sjá töflu 1, og mun lakari en hrútarnir ú siðuslu sýn-
ingu. Aðeins 2 hrútar hlutu I. verðlaun, báðir frá
Kvígindisfelli, Glæsir og Kópur. Glæsir er metfé, vó
119 kg, og var þyngsti hrúturinn, sem sýndur var á
Vestfjörðum í haust, sjá töflu D. Hann er mjög lág-
fættur, hefur sverl og þróttmikið höfuð, frábærar út-
lögur, langan hol, sterkan og holdmikinn hrygg,
langar holdgrónar malir, þéttholda læri og mikla, vel
hvíta og allgóða ull, en er kviðmeiri en bezt væri ú
kosið. Hann ber með sér allmikil þingeysk einkenni,
enda er féð á KvígindisfeBi að nokkru leyli af þing-
eyskum uppruna og skylt fénu í Feigsdal. Kópur,
sonur Glæsis, er einnig mjög vænn hrútur, en elcki
jafnoki föður síns að gerð og holdafari.
Tálknfirðingar þurfa að herða sókn í fjárræktinni.
Þeir hafa lengi átt gott fé, en eftir hrútunum að
dæma er j>að nú í hnignun hjá sumum.
Rauðasandshrcppur. Þar var ágællega slótt sýning