Búnaðarrit - 01.01.1961, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT
39
nefnd. Hún er skipuð 5 mönnum og eru þeir
þessir: Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, og er
hann jafnframt formaður nefndarinnar. Aðrir
nefndarmenn eru: Sigurður E. Hlíðar, samkvæmt
tillögum Dýralæknafélags íslands, Þór Guðjóns-
son, veiðimálastjóri, samkvæmt tillögum hins ís-
lenzka náttúrufræðifélags, Þorsteinn Einarsson,
fulltrúi, samkvæmt tillöguin Dýraverndunarfélags
íslands, og Steingrímur Steinþórsson, húnaðar-
málastjóri, samkvæmt tillögum Búnaðarfélags
Islands. Nefnd þessi hefur haldið nokkra fundi,
samið frumvarp að reglugerð samkvæmt áður-
nefndum lögum og l'leira, er ráðuneytið hefur
falið henni, en nefndin skal vera ráðuneytinu til
aðstoðar og ráðuneytis um framkvæmd laga um
dýravernd.
6. Nýbýlastjórn. Þar á ég sæti, kosinn til þess af
Alþingi. Auk mín eiga þar sæti: Jón Pálmason,
alþm., formaður, Benedikt Gröndal, alþm., Ás-
mundur Sigurðsson, fyrrv. alþm., og Jón Sigurðs-
son, fyrrv. alþm., Reynistað. Pálmi Einarsson,
landnáinsstj., er framkvæmdastj. nýbýlastjórnar.
7. Orðunefnd. í nóvember árið 1957 var ég skip-
aður í orðunefnd og formaður hennar. Aðrir í
nefndinni eru: Haraldur Kröyer, forsetaritari,
Jón Maríasson, bankastjóri, Richard Thors, for-
stjóri, og Þorkell Jóhannesson, háskólarektor.
Eins og þessi skýrsla ber með sér, hafa nú veru-
lega fækkað þau sérstöku trúnaðarstörf, sem ég hef
annazt að undanförnu, enda jnun skjótt að því draga,
að ég hafi þau ekki lengur með höndum.
Að lokum vil ég geta þess, að auk þeirra ákveðnu
starfa, sem ég hef talið upp hér að framan, hef ég
verið ýmsum ráðuneytum til aðstoðar um mörg mál,
er hér hafa ekki verið nefnd, eftir því sem um hef-
ur verið beðið í hvert skipti.