Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 449
BÚNAÐARRIT
447
talningu. Hafa þessi naut því haft mikil áhrif á þróun
nautgriparæktarinnar í héraðinu, þegar þess er jafn-
framt gætt, að naut hafa einnig verið alin undan þeim
til kynbóta. Skjöldur Reykdal N 3 og Kolur N 1 voru
báðir I. verðlauna naut. Enn fremur hafa Sjóli N 19,
Ægir N 63, Jaki N 67, Þeli N 86 og Fylkir N 88 hlotið
sömu viðurkenningu. svo sem getið er í töflu III.
Hin nautin, sem flestar dætur eiga, Klaki N 30,
Víga-Skúta N 4 og Loftfari N 6, hlutu að vísu aldrei
I. verðlauna viðurkenningu, en þau voru öll vel ættuð
og allmiklar vonir tengdar við þau til kynbóta. Eru til
undan þeim öllum margar ágætar kýr og góð naut.
Þannig hafa hlotið I. verðlaun tveir synir Klaka, þeir
Jaki N 67 og Þeli N 86, sonur Víga-Skútu, Svartur
V 21, og tveir synir Loftfara, þeir Sjóli N 19 og Rauð-
ur N 46. Má því segja, að nautavalið hafi tekizt vel.
Nú eru flest yngri nautin prófuð á al'kvæmarannsókn-
arstöðinni á Lundi, áður en farið er að nota þau að
marki í héraðinu. Skapar það enn meira öryggi, þar
sem þau naut eru felld jafnóðum, sem ekki reynast
nógu vel, en hin, sem vel reynast, eru þá notuð tiltölu-
lega meira, og flýtir það fyrir kynbótum.
S. N. E. sýndi 15 naut að þessu sinni, eins og áður
er getið. Eru þau talin hér á eftir. Hlutu 5 hin fyrst
töldu I. verðlaun, en hin 10 II. verðlaun:
1. Sjóli N 19.
2. Ægir N 63.
3. Jaki N 67.
4. Þeli N 86.
5. Fylkir N 88.
6. Galti N 106.
7. Mýri N 107.
8. Laugi N 113.
9. Örn N 115.
10. Flckkur N 121
11. Surtur N 122.
12. Gerpir N 132.
13. Glæsir N 137.
14. Flóki N 143.
15. Dofri N 144.
Þá sýndi Nf. Svarfdæla 7 naut, en aðeins 4 þeirra
hlutu viðurkenningu, sem sýnir, að félagið þarf að