Búnaðarrit - 01.01.1961, Blaðsíða 287
BÚNAÐARRIT
285
hrútar. Af 3ja og 4ra vetra hrútum hyrndum voru
þessir heztir: Spakur á Lambastöðum frá Skálavík,
þungur, glæsilegur, með frábært bak, en hefur full-
grannt höfuð, Horni á Gillastöðum, einnig frá Skála-
vík og að mörgu leyti svipaður Spak, Hrotti í Hjarð-
arholti frá Meiri-Hattardal, vænn, hefur mjög breitt
og holdmikið bak, en er allháfættur, Njáll á Lamba-
stöðum frá Miðhúsum, þungur, hefur frábærar út-
lögur og mikil hold, Vambi Eyjólfs á Sámsstöðum
frá Hesti í Önundarfirði og Gulur á Goddastöðum
frá Hrafnabjörgum í ögurhreppi. Beztu kollóttu
hrútarnir á sama aldri voru: Snaggur á Goddastöð-
um frá Eyri í Rcykjarfjarðarhreppi, afbragðs vel
gerður og gróinn í holdum, Kollur Eyjóll's i Sólheim-
um frá Svansvík, einnig prýðisvel gerður og hold-
mikill. Múli á Hornsstöðum frá Múla í Þingeyrar-
hreppi, þéttur, lágfættur og holdgróinn, Hnifill á
Goddastöðum frá Reykjarfirði, einnig lágfættur, mjög
baksterkur og þéttholda, en hefur varla nógu svert
höfuð, Sómi á Vígholtsstöðum frá Heydal, mjög hold-
mikill, en hausgrannur og nokkuð háfættur, Hnífill
i Sauðhúsum, lágfættur og prýðilega þéttholda, Val-
ur á Svarfhóli, vænn, allholdþéttur, en nokkuð há-
fættur, Grákollur á Vígholtsstöðum frá Keldu, mjög
holdmikill og vænn, en of háfættur og Hnífill á Sval-
höfða frá Múla i Þingeyrarhreppi, jafnvaxinn, hefur
góð bakhold og ágæt lærahold.
Efstir af 2ja vetra hrútum stóðu Ketill á Spágils-
stöðum frá Ketilsstöðum í Hvammssveit, ágætlega
vænn, jafnvaxinn og holdgróinn, Rjómi Boga í Búð-
ardal, þungur, þéttholda, en hel'ur ekki nógu þrótt-
legt höfuð, Hníl'ill Sigurðar á Sámsstöðum, mjög lág-
fættur, holdgróinn, en frcmur léttur, Bliki í Ljárskóg-
um, hreinræktaður frá Reykjarfirði, fagur hrútur og
ágætlega gerður, hefur ágæt lærahold, en ekki ó-
aðfinnanleg bakhold.