Búnaðarrit - 01.01.1961, Page 80
78
BÚNAÐARRIT
íslenzkum gærum má í stórum dráttum skipta niöur
í fjóra flokka. Þær, sem eru alhvítar og hafa glans-
andi ull, sem Iokkar sig inn að skinni, eru góðar til
pelsagerðar, klipptar. Þær, sem eru alhvítar með
glansandi og hrokkin toglagð, en 2—3 cm þéttan þel-
fót niður við skinnið, eru góðar til loðsútunar ó-
klipptar. Þær, sem hafa þelmikla, illhærulausa og
toglitla ull, sem mynda litla eða enga lokka, hafa
verðmætasta ull til ullariðnaðar og þá eru skinnin
notuð í leðuriðnað. í fjórða lagi koma svo allar gall-
aðar gærur hvítar, sérstaklega þær gulflekkóttu eða
gærur með illhærumikilli ull eða ull, sem ekki glans-
ar. Þessar gærur eru aðeins notaðar í leðuriðnað, og
þá er ullin af þeim fremur verðlítil. Því miður er of
mikill hluti af íslenzku gærunum af þessari lökustu
gerð. Svartar gærur eru mjög illa séðar. Yfirleitt ljúka
sænskir kaupendur lofsorði á íslenzku gærurnar fyrir,
hve þær eru vel verkaðar. Hins vegar finnst þeim
galli, að þær skuli ekki vera flokkaðar eftir gæðum
í sláturhúsunum.
Frá Tranás hélt ég til Noregs á fund skandinaviskra
sauðfjárræktarráðunauta, sem haldinn var dagana 28.
ágúst til 1. september á Liens Landbruksskole í Hal-
lingdal í Buskerudfylki. Á fundinum voru mættir
auk mín, ríkisráðunautarnir í sauðfjárrækt, Sigurd
Bell frá Noregi, H. Nislev frá Danmörku og Nils
Inkovaara frá Finnlandi, en frá Svíþjóð mætti ráðu-
neytisstjórinn dr. Nils Korkman, eins og áður er
getið.
Aðalefni fundarins var að samræma, hvernig rann-
saka skyldi afurðagetu sauðfjár í sauðfjárræktarfé-
lögum og hjörðum þar, sem afurðaskýrslur cru haldn-
ar, og hvernig vinna ætti úr niðurstöðunum og túlka
árangurinn. Urðu milclar umræður um málið, enda
hefur skýrsluhaldið verið framkvæmt á nokkuð mis-
munandi hátt í hverju landi fyrir sig. Að vissu leyti