Búnaðarrit - 01.01.1961, Blaðsíða 295
BÚNAÐARRIT
293
hrútar, 40 fullorðnir, sem vógu 88.3 kg og 30 vetur-
gamlir, sem vógu 73.0 kg að meðaltali. í báðum ald-
ursflokkum eru því hrútarnir þyngri en fyrir 4 ár-
um, einkum þeir veturgömlu. Samt eru þeir léttari
en jafnaldrar þeirra í sýslunni, sjá töflu 1. Fyi'stu
verðlaun lilutu 23 hrútar. Átta þeirra beztu fóru á
héraðssýninguna, 3 veturgamlir, 3 þriggja vetra og
2 eldri. Yfirleitt kvað ekki mikið að þeim I. verð-
launa hrútum, sem eftir stóðu þegar héraðssýning-
arhrútarnir höfðu verið valdir úr. Allmargir hrútar
í hreppnum eru þroskalitlir, hafa of mjótt balt og
vantar mjög á að þeir séu yfirleitt nógu holdmikl-
ir. Mun þetta að nokkru leyti orsakast af of lélegu
uppeldi. Aftur á móti eru allmargir hrútanna lág-
fættir, sem bendir til þess að þeir hafi verið allvel
valdir.
Fróöárhreppur. Sýndir voru 24 hrútar, 16 full-
orðnir, svipaðir að vænleika hrútum á sama aldri
í sýslunni og 8 veturgamlir, sem vógu að meðaltali
83.1 kg, og voru þyngri en jafnaldrar þeirra í nokkr-
um öðrum hreppi í sýslunni. Fyrstu verðlaun hlutu
12 hrútar, 6 fullorðnir og 6 veturgamlir, en enginn
var ónothæfur. Tveir hrútar, sá bezti veturgamli,
Fengur, og bezti tvævetri, Lói, báðir eign Ágústar
í Mávahlíð, voru valdir á héraðssýninguna. Þeir eru
báðir þingeyskir að faðerni, Fengur sonur Abels í
Efra-Langholti, en Lói sonur Roða á Stóra-Ármóti,
og álitlegir einstaklingar. Grettir á Brimilsvöllum,
sonur Grctlis á Hesti, er glæsilegur, hefur ágætt höf-
uð og prýðileg hold á lærum, mikla vel hvíta ull, en
hefur fullmjótt og ekki nógu holdgróið bak. Kubb-
ur á Brimilsvöllum, sonur Grettis, er einnig ágæt
kind, en hefur þó varla nógu miklar útlögur. Vetur-
gömlu hrútarnir á Brimilsvöllum, Durgur, sonur
Durgs á fjalli og Prúður, sonur Grettis, eru rígvænir
og virkjamiklir hrútar, einkum hefur sá síðarnefndi