Búnaðarrit - 01.01.1961, Blaðsíða 260
258
BÚNAÐARRIT
Skálholtsvík frá Voguni, mjög holdgóður, en varla
nógu þungur, Spakur Jóns í Skálholtsvík frá Feigs-
dal, Blakkur Péturs á Kjörseyri, Kollur í Lyngholti
l'rá Reykjarfirði, Kollur á Hlaðhamri frá Innri-Múla
og Hnífill á Ivolbeinsá frá Skálavík. Beztu hyrndu
lirútarnir 3 v. voru: Kópur, Ólafs í Bæ, metfé að gerð
og holdum, frá Sellátrum í Tálknafirði, Hnykill,
Benónýs í Bæ frá Vatnsdal, rígvænn og vel gerður,
Freyr, Jóns á Hlaðhamri frá Sauðlauksdal, ágætlega
holdgóður, en fullháfættur, Dalli í Borðeyrarbæ frá
Kvígindisdal, mjög þéttur og Iágfættur, Skáli Sigurjóns
í Skálholtsvík frá Skálavík og Hringur Karls á Iíollsá frá
Hringsdal. Beztu tvævetlingarnir voru: Smári Ragnars
í Laxárdal, Hnífill Jóns í Slcálholtsvik, Bjartur Arn-
dórs í Skálholtsvík og Kollur Ólafs í Borgum. Af
veturgömlum kollóttum voru þessir beztir: Gosi Sigur-
jóns í Skálholtsvík, Kollur Péturs á Kjörseyri, sonur
Kolls á Efri-Reykjum, Hrímnir Jóseps í Fjarðarhorni,
Sili Arndórs í Skálholtsvík, Glámur Ólafs í Bæ og
Spakur og Prúður Ragnars i Laxárdal. Þessir vetur-
gömlu hrútar voru allir kostamiklar kindur, en eng-
inn þeirra metfé. Beztir af hyrndum veturgömlum voru:
Hnykill á Ljótunnarstöðum, Börltur í Fjarðarhorni,
Geiri Sigurjóns í Skálholtsvík, Durgur Ólafs í Bæ og
Spakur Benónýs í Bæ, þeir síðastnefndu báðir hálf-
þingeyskir, Durgur, sonur Durgs á Fjalli, en Spakur,
sonur Guls frá Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi.
Yfirleitt er hrútastofninn í Bæjarhreppi svo mikl-
um kostum búinn, að þar ætti að vera hægðarleikur
að rækla upp ágætt fé á skömmum tíma.
Óspakseyrarhreppur. Sýndir voru 40 hrútar, 26 full-
orðnir, sem vógu 102.7 kg, og 14 veturgamlir, sem
vógu 82.3 kg að meðaltali. Þeir íullorðnu voru ná-
kvæmlega jafnþungir og hrútar á sama aldri 1956,
en þeir veturgömlu 2.2 kg léttari. Samt voru hrútar
í báðum aldursflokkum í Óspakseyrarlireppi þyngri