Búnaðarrit - 01.01.1961, Síða 283
BÚNAÐARRIT
281
ur að vænleika og gerð, Reykur í Stóra-Holti frá
Reykjarfirði, fríður, með afbragðs bak, en hefur full-
lin læri, Raggi í Litla-Holti frá Brekku á Ingjalds-
sandi, ágætlega vænn og holdmikill, Spakur í Bessa-
tungu, Kollur í Kverngrjóti og Goði á Þverfelli. Sá
síðastnefndi er þó of háfættur, og er sá galli mjög
áberandi á mörgum hrútum í Saurbæ.
Skarðshreppur. Þar voru sýndir 47 hrútar, nokkru
léttari en hrútar í sýslunni að meðaltali, sjá töflu
1. I. verðlaun lilutu 8 fullorðnir, en enginn vetur-
gamall, en 4 voru ónothæfir. Naggur í Búðardal var
bezti hrúturinn, vænn og kostamikill, en þó ekki
metfé. Næstir honum stóðu Hjalti á Á frá Hjarðar-
holti, mjög kostamikill, Máni á Geirmundarstöðum,
Rindill í Búðardal, Krummi á Skarði II og gulur á
Geirmundarstöðum. Ágúst Breiðdal, Krossi var með
nýkeyptan úrvals hrút á sýningunni, Smára frá Jóni
Ingvarssyni, Ásgarði, sem ekki var verðlaunaður í
Skarðshreppi, því hann hlaut I. verðlaun í Hvamms-
sveit tveimur dögum áður. Smári bar af hrútum í
Skarðshreppi, enda í senn þungur, jafnvaxinn og á-
gætlega þéttholda.
Klofningshreppur. Sýndir voru 23 hrútar, 18 full-
orðnir, er vógu 93.2 kg til jafnaðar eða svipað og
hrútar á sama aldri í sýslunni, og 5 veturgamlir,
sem vógu 70.8 kg að meðaltali eða 5.7 kg minna en
veturgamlir hrútar í sýslunni. Aðeins 3 hlutn I. verð-
laun, en 5 voru ónothæfir. Spakur Jóns í Purkey
var beztur. Hann er lágfættur og vel gerður. Hákon
á Sveinsstöðum frá Borg í Arnarfirði og Óðinn á
Ballará frá Skálmardal eru báðir allvænir og þrótt-
legir, en í háfættara lagi og varla nógu holdmiklir.
Hrútarnir á þessari sýningu voru margir mjög lé-
legir, gisbyggðir, háfættir og holdrýrir. Meðal fót-
leggjahæð hrútanna á sýningunni var 140 mm, sem
er óþolandi. Fjórði hver hrútur hafði 146 mm fram-