Búnaðarrit - 01.01.1961, Blaðsíða 357
BÚNAÐARRIT
355
Kollóttir 1 v.:
Kúði Ragnars Hallssonar, Hlíð, Kolbeinsstaðahreppi.
Freyr Ingvars Agnarssonar, Kolgröfum, Eyrarsveit.
Hyrndir 3 v. og eldri:
Gyllir Einars Hallssonar, Hlíð, Kolbeinsstaðahreppi.
Eitill Ragnars Jónatanssonar, Mið-Görðum, Kolbeinsstaðahr.
Dofri Guðm. Sigurðssonar, Höfða, Ey.jaiireppi.
Blettur Olgeirs Þorsteinssonar, Hamraendum, Breiðuvík.
Grettir Guðm. Guðmundssonar, Litla-Kambi, Breiðuvilt.
Roði Gunnars Njálssonar, Suður-Bár, Eyrarsveit.
Gustur Hreins Bjarnasonar, Berserkseyri, Eyrarsveit.
Hyrndir 1 v.:
Grámagi Benjamíns Markússonar, Yztu-Görðum, Koll)einsst.hr.
Bjartur Sverris Björnssonar, Kolbeinsstöðum, Kolbeinsst.hr.
Prúður Kjartans Jóhannessonar, Glaumbæ, Staðarsveit.
Gauti Narfa Kristjónssonar, Hoftúnum, Staðarsveit.
Fengur Ágústar Ólafssonar, Máfahlið, Fróðárhreppi.
Dvergur á Innra-Leiti var dæmdur bezti kollótti
hrúturinn og jafnframt bezti hrúturinn á sýningunni.
Er það í annað sinn, sem hann hlýtur þá viðurkenn-
ingu. Varðveitir því Jónas Guðmundsson á Innra-
Leiti heiðursverðlaunaskjöl búnaðarsambandsins
næstu tvö árin.
Dvergur er afburða kind, þótt dálítið megi að hon-
um finna. Hann er gulleitur á haus og fótum, með
full-dökkgulan hnakka, og dálítið af gulum hárum í
ull, sem annars er mikil og sæmilega góð. Hausinn
er svipfagur og augnbragðið skært, fætur stuttir, sver-
ir, sterkir, gleitt og rétt settir, bringu- og brjóstlcassa-
bygging frábær, bakið breitt og holdgróið, malir í
styttra lagi og fullbeinar, lærvöðvar miklir en varla
nógu harðir. Dvergur hefur reynst með ágætum til
undaneldis og hlaut I. verðl. fyrir afkvæmi nú í haust.
Fylgdu honum . . fyrstu verðlauna synir veturgamlir
og eldri. Sex þeirra voru á héraðssýningunni og hlutu
þrír þeirra heiðursverðlaun, tveir I. verðl. A og einn
I. verðl. B. Báru þeir með sér mikla kynfestu.