Búnaðarrit - 01.06.1963, Blaðsíða 183
HUÚTASÝNINGAR 397
hlaut I. verðlaun og var valinn á héraðssýningu og hlaut
þar I. verðlaun A.
Ytri-TorfustaSahreppur. Sýningin var vel sótt, allí
sýndir 93 lirútar, 61 tveggja vetra og eldri, sem vógu 90.3
kg, og 32 veturgamlir, er vógu 72.6 kg. Hrútarnir í hreppn-
um voru því um 1 kg léttari en jafnaldrar þeirra í sýsl-
unni í lieild, sjá töflu 1, og léttari en lirútar voru þar á
sýningu 1958, þó sér í lagi þeir veturgömlu, sem eru nú 4.2
kg léttari en þá. Fyrstu verðlaun hlutu 14 hrútar full-
orðnir og 6 veturgamlir eða 21.5% sýndra lirúta. Er
það mun lakari flokkun en var á sýningu fyrir fjórum
árum, en þá hlutu 28.2% hrútanna I. verðlaun. Ónothæfir
dæmdust nú 15 hrútar í hreppnum. Af ofangreindu sést,
að bændur í hreppmun þurfa að leggja sig fram um
lirútaval, ef nást á viðunandi árangur á næstu sýningu. Á
liéraðssýningu voru eftirtaldir hrútar valdir: Goði, 2ja
v., Guðmundar á Mýrum og Prúður, 1 v., Eiríks á Neðri-
Svertingsstöðum, sem háðir hlutu þar I. heiðursverðlaun
og Goði jafnframt talinn annar hezti hrútur á sýningunni,
ættaður frá Tannsstöðum, Roði, 1 v., Stefáns á Mýr-
um, Spakur Einars á Bessastöðum, Kollur Bjarna á
Neðri-Svertingsstöðum og Prúður, 2ja v., Guðinundar á
Efri-Svertingsstöðum lilutu allir I. verðlaun A, og Óðinn,
1 v., Guðmundar á Mýrum I. verðlaun B.
Fremri-TorfustaSahreppur. Sýningin var vel sótt, og
alls sýndir 82 hrútar, 59 fullorðnir, sem vógu 92.5 kg, og
23 veturgamlir, er vógu 75.1 kg að meðaltali. Fullorðnu
hrútarnir voru nú svipaðir að vænleika og jafnaldrar
þeirra í hreppnum 1958, en þeir veturgömlu 2.9 kg létt-
ari að þessu sinni. Fyrstu verðlaun hlutu 28 hrútar full-
orðnir og 6 veturgamlir eða 41.5% sýndra lirúta, og er
það 0.3% ineira en var 1958. Svo þrátt fyrir það, að hrút-
arnir eru heldur léttari nú, og þó sér í lagi þeir vetur-
gömlu, lieldur en 1958, er flokkun þeirra fullt eins góð
á þessari sýningu. Tíu lirútar dæmdust ónothæfir. Eftir-
taldir hrútar voru valdir á liéraðssýningu: Laxi, 2ja v.,