Búnaðarrit - 01.06.1963, Blaðsíða 189
HRÚTASÝNINGAI!
403
12.8%, en 1958 6.3%. Hefur því bæði vænleika og gerð
hrútanna lirakað á s. 1. fjórum áruni. Bændur í Borg-
arfjarðarsýslu verða að taka sig á á komandi árum til þess
að ná aftur sessi sínum í fjárræktinni á sýningarsvæði
Vestur- og Norðuriands. Og þetta ætti að nást með víð-
tækri starfsemi sauðfjárræktarfélaganna, góðu uppeldi og
bættri fóðrun.
Tafla F sýnir þunga, mál, ætterni og eigendur 1. verð-
launa hrútanna í sýslunni.
Hálsahreppur. Þar voru sýndir 42 hrútar, 34 fullorðn-
ir, er vógu 82.8 kg og voru því léttastir jafnaldra sinna í
sýslunni, um 8 kg léttari en 1958, en 13 kg léttari en
1954. Veturgamlir hrútar voru 8 á sýningunni, og vógu
þeir 67.0 kg að meðaltali og aðeins í Strandarhreppi voru
rýrari lirútar veturgamlir að þessu sinni. 1958 vógu vetur-
gömlu hrútarnir, 21 að tölu, 75.8 kg, en 81.6 kg árið 1954,
þeir hafa jiví létzt um 14.6 kg að meðaltali á þessu ára-
bili frá 1954 til 1962, og er það með fádæmum. Fyrstu
verðlaun hlutu 12 lirútar eða 28.6%, en 42.6% sýndra
hrúta 1958, og er þetta raunaleg afturför. Bændur í Hálsa-
lireppi þurfa að stórbæta uppeldi, fóðrun og hirðingu
lirúlanna, til jiess að ná aftur því, sem áður var, en tapazt
Jiefur á umliðnum árum. Beztu fullorðnu lirútarnir voru:
Feldur á Uppsölum frá Hesti, Jökull á Húsafelli og Kubb-
ur gamli í Giljum, en hann er farinn að rýrna. Af tvæ-
vetlingunum voru beztir: Sindri á Signýjarstöðum frá
Hesti, sonur Kappa, og Ljómi á Húsafelli. Skarpliéðinn,
veturgamall, á Auðsstöðum, sonur Barkar frá Hesti, er
álitlegur.
Reykholtsdalshreppur. Þar var ágætlega sótt sýning, og
alls sýndir 104 hrútar, 66 fullorðnir, er vógu 88.3 kg að
meðaltali, og 38 veturgamlir, sem vógu 71.3 kg. Báðir
aldursflokkar voru nú aðeins léttari en sýslumeðaltalið,
og 3—5 kg léttari en 1958. Fyrstu verðlaun Jilutu 35 hrút-
ar eða 33.7%, og er Jiað ekki jafn liagstætt hlutfall og
var 1958, en })á hlutu 39.4% h. útanna J)á viðurkenningu