Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 12
BÚNAÐARRIT
hans hlið. Systir Halldórs sagði mér, að einu sinni hefðu
þeir verið nældir saman með sikkrisnælu, án þess þeir vissu,
og spaugað var með það, að löng stund hefði liðið þangað
til þeir urðu þess varir.
A farskólanum í Svínavatnshreppi hlaut Halldór sína
barnafræðslu og komu þá þegar í ljós afburða námshæfi-
leikar hans, og þar sem hann var fremur seinþroska til
átakaverka, varð það að ráði að Halldór var settur til
mennta, þó að hugurinn væri heima á Guðlaugsstöðum, og
á meðan hann lifði gleymdi hann aldrei æskustöðvunum og
fólkinu, sem hann ólst upp með, og lífsbaráttu þess.
Seytján ára innritaðist Halldór í Menntaskólann á Akur-
eyri og var þar til hann hafði lokið fjórðabekkjarprófi, en
þá, tvítugur að aldri, hafði hann gert upp við sig, að það
háskólanám, sem hann hugðist stunda að loknu stúdents-
prófi, krefðist þekkingar í stærðfræði og því þyrfti hann á
því að halda að taka stærðfræðistúdentspróf. Stærðfræði-
deild hafði þá ekki tekið til starfa á Akureyri og því flutti
Halldór sig í Menntaskólann í Reykjavík haustið 1931 og
lauk þaðan stúdentsprófi frá stærðfræðideild skólans með
glæsibrag vorið 1933.
Jón Arnason, bankastjóri, sem þá var hjá S. í. S., en
hafði annast barnafræðslu í Svínavatnshreppi þegar Halldór
var barn að aldri, hafði alltaf haldið sambandi við Halldór
og nú kom hann að máli við Halldór og hvatti hann að fara
til Skotlands og kynna sér sauðfjárrækt þar, og í hverju það
lægi, að íslenska lambakjötið næði ekki betra verði í
samanburði við breska lambakjötið. Halldór fór í þessum
tilgangi til Edinborgar sumarið 1933, en eftir viðræður við
menn þar varð það að ráði, að hann innritaðist í landbúnað-
ardeild háskólans þar, og lauk Halldór þaðan kandidats-