Búnaðarrit - 01.01.1984, Síða 16
XIV
BÚNAÐ ARRIT
ógleymanlegan hátt. Aðal breytingar, sem Halldór barðist
fyrir að koma á með sýningahaldinu, var að fá fram sauðfé
með þykkari vöðva og betra kjöti, og til þess ráðlagði hann
að rækta lágfættara, jafnvaxnara og holdþéttara fé. Bændur
tóku þessu misvel, margir höfðu látið blekkjast af stórum
kindum, sem voru miklar til að sjá, og það sem verra var,
að einstöku fræðimenn sáðu efasemda bakteríunni meðal
bænda um gildi þeirrar stefnu, sem Halldór boðaði og
fylgdi til hinsu stundar.
Halldór lýsti sjálfur á mjög glöggan hátt í Búnaðarritinu
s. 1. ár þríþættum tilgangi og framkvæmd sýninganna þau
ár, sem hann var sauðfjárræktarráðunautur.
„1. Sýnendur fengu gæðamat á hrúta sína og sáu um leið
hvernig þeir stóðu í samanburði við sveitunga sína.
2. Eg reyndi að kenna sýningargestum, hvernig dæma
skuli, á hvaða eiginleika bæri að leggja mesta áherslu á og
hvaða eiginleika kind þyrfti að hafa til þess að geta talist
ágæt, góð, nothæf eða væri ónothæf vegna slæmra galla,
eða alhliða kostaleysis. Jafnan tók ég til samanburðar
einhvern besta hrútinn og einhvern þann lakasta á sama
aldri til að bjóða þátttakendum að bera ýmsa eiginleika
þessara hrúta saman, t. d. bakhold, herðakamb, útlögur,
bringu, háls og herðar, fótstöðu og ullarmagn og gæði.
Taldi ég bændur þurfa að læra sjálfa, hvernig velja ætti fé,
af því að þeir hefðu ráðunautinn svo sjaldan sér til hjálpar.
Ungir sýningargestir og sumir þeir eldri notuðu sér þessar
leiðbeiningar, en aðrir ekki, eins og gengur, en verst þótti
mér þegar bændur skoðuðu holdafar og byggingu fjárins
með ullarvettlingum.
3. Að loknum dómum flutti ég ávallt erindi, oft í hálfa til
heila klukkustund, til að leiðbeina um sauðfjárrækt og
svara fyrirspurnum á eftir. Þessi erindi voru mjög ólík að