Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 45
SKÝRSLURSTARFSMANNA
17
Samband nautgriparæktarmanna á Norðurlöndum
(NÖK). íslandsdeild NÖK hefur notið stuðnings B.Í., en
formaður hennar er Ólafur E. Stefánsson, nautgriparæktar-
ráðunautur, og vísast til starfsskýrslu hans.
Evrópusamband eigenda íslenskra hesta (FEIF). B.í. er
aðili að sambandinu ásamt L.H. og Búvörudeild S.Í.S.
Gunnar Bjarnason, hrossaútflutningsráðunautur, annast
þessi samskipti fyrir hönd Búnaðarfélags íslands og vísast
til starfsskýrslu hans.
Fræðslustarfsemi o. fl.
Ráðunautar, ritstjórar Freys, starfsmenn Búreikningastofu
og aðrir starfsmenn félagsins greina frá störfum sínum að
fræðslu- og leiðbeiningamálum hver í sinni starfsskýrslu.
Allir vinna þeir mikið að leiðbeiningastörfum með við-
tölum á skrifstofum, í gegnum síma og með bréfaskriftum
auk þess, sem þeir fara á fundi og heimsækja bændur.
Fjöldi greina birtist eftir ráðunauta í Frey, Handbók bænda
og öðrum búnaðarritum auk þess, sem þeir skrifa eftir
atvikum í blöð og koma fram í útvarpi.
Óttar Geirsson annaðist vikulegan búnaðarþátt í Ríkisút-
varpinu þar til í lok september, er hann var lagður niður, en
boðið var upp á að hafa tvo 5 mínútna þætti á viku í
síðdegisþætti. Þá var þeim Óttari og Agnari Guðnasyni
ásamt Guðmundi Stefánssyni frá Stéttarsambandi bænda
falin umsjón þessara þátta.
Ráðunautafundur Búnaðarfélags íslands og Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins var haldinn dagana 7.—11. febr-
úar. í undirbúningsnefnd voru Erlendur Jóhannsson og
Óttar Geirsson frá B.í. og Grétar Guðbergsson og Sigur-
geir Þorgeirsson frá Rala. Fundinn sátu að vanda flestir
starfsmenn stofnana og félaga landbúnaðarins. Flutt voru
38 erindi um fjölmörg efni, m. a. sauðfjárrækt, nautgripa-
rækt, búvélaprófanir, rafgirðingar, sauðfjárveikivarnir,