Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 47
SKÝRSLUR STARFSMANNA
19
(Stéttarsamband bænda stendur að '/3 að útgáfu Freys) og
Handbók bænda, sem er alhliða uppsláttar- og fræðslurit.
Öll hafa þessi rit mikla útbreiðslu meðal bænda og starfs-
manna landbúnaðarins.
Auk þessa gefur félagið út fræðslurit og bækur, eftir því
sem ástæður leyfa.
Á árinu kom út eitt rit í fræðsluritaflokki félagsins, nr. 3 í
röðinni, „Grænmeti úr eigin garði“. Óli Valur Hansson sá
um þá útgáfu, en meðhöfundur hans að ritinu var Magnús
Óskarsson, kennari á Hvanneyri. Ritið er vandað með
myndum og teikningum, 85 bls.
Sauðfjárrœktin, 1. árgangur, sérrit um sauðfjárræktar-
starfið, með skýrslum um sauðfjársýningar, störf sauðfjár-
ræktarfélaga, afkvæmarannsóknir, sauðfjársæðingar, feld-
fjárrækt o. fl., kom út snemma á árinu. Ritstjóri er Sveinn
Hallgrímsson. Þessi fróðleikur birtist áður í Búnaðarritinu.
Rit Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal, þau er helst
fjalla um búfræði, voru gefin út í 478 blaðsíðna bók. Ekkert
af hinum þekktu ritum séra Björns í Sauðlauksdal hefur
áður komið út með latínuletri. Gísli Kristjánsson, fyrrver-
andi ritstjóri, skrifaði ritin upp eftir frumtexta, dr. Björn
Sigfússon skrifaði neðanmálsskýringar og saman önnuðust
þeir prófarkalestur. Jón Kristinsson í Lambey gerði bókar-
kápu.
Um sauðfjárrækt. I Búnaðarritinu 96. árgangi voru birtar
17 greinar um sauðfjárrækt. Að stofni til voru þetta erindi,
sem flutt voru á sauðfjárræktarráðstefnu, sem haldin var á
Hvanneyri dagana 24.—26. apríl 1982.
Erindin voru síðan gefin út sem sérprentun í 500 eintök-
um, rúml. 200 bls. bók.
Styrkir til náms- og kynnisferða
Af fé, sem Búnaðarþing lagði til á fjárhagsáætlun að varið
yrði til náms- og kynnisferða, hlutu eftirtaldir starfsmenn
styrki: