Búnaðarrit - 01.01.1984, Síða 54
26
BÚNAÐARRIT
Tilboð bárust í öll svæðin, 22 tilboð í skurðgröftinn frá 9
verktökum. Tvö tilboð bárust í plógræsluna frá tveimur
verktökum. Án útboðs í skurðgrefti var samið við Þórð
Sverrisson og Ágúst Guðjónsson um skurðgröftinn í
Strandasýlsu, Grím Sigurbjörnsson um gröftinn í Þingeyjar-
sýslum og við Vélgröfuna s/f um gröft í Þingvallahreppi.
Safnað var upplýsingum um áætlað magn framræslu á
þeim svæðum, sem ekki eru útboðsskyld.
Að fengnum þessum upplýsingum samþykkti stjórn Bún-
aðarfélags íslands eftirfarandi aðila verktaka í framræslu á
árinu 1983 á þeim svæðum, sem tilgreind eru í eftirfarandi
yfirliti, fyrir ákveðið gjald á einingu, sem er m3 í skurð-
grefti, en m í plógræslu. Tilboð verktaka voru miðuð við
að greiðsla ríkisframlags væri fyrir janúarlok 1984.
A. Vélgröftur
1. Svæöi Búnaðarsambands Kjalarnesþings: Verktaki Rsb. Kjalarnes-
þings, kr. 7,25.
2. Svæði ræktunarsambanda í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu: Verktakar
Rsb. Hvalfjarðar og Rsb. Mýramanna, kr. 7,25.
3. Svæði Búnaðarsambands Snæfellinga: Verktaki Rsb. Snæfellsnes- og
Hnappadalssýslu, kr. 7,25.
4. Svæði Rsb. Suður-Dala og Rsb. Vestur-Dalasýslu: Verktakar Rsb. í
Dalasýslu og Rögnvaldur Ólafsson, Búðardal, kr. 7,25.
5. Strandasýsla: Verktakar t’órður Sverrisson og Ágúst Guðjónsson,
Hólmavík, kr. 8,50.
6. Vestur-Húnavatnssýsla: Verktaki Rsb. Vestur-Húnavatnssýslu, kr.
7,25.
7. Austur-Húnavatnssýsla: Verktaki Rsb. Austur-Húnavatnssýslu, kr.
7,25.
8. Skagafjarðarsýsla: Verktaki Rsb. Skagfirðinga, kr. 7,25.
9. Svæði Búnaðarsambands Eyjafjarðar: Verktaki Bsb. Eyjafjarðar, kr.
7,25.
10. Þingeyjarsýslur: Verktaki Grímur Sigurbjörnsson, Björgum, kr.
7,45.
11. Svæði Búnaðarsambands Austurlands: Verktaki Rsb. Austurlands,
kr. 8,50.
12. Svæði Rsb. B.N.H.M.B. í Austur-Skaftafellssýslu: Verktaki Rsb.
B.N.H.M.B., kr. 7,25.