Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 75
SKÝRSLURSTARFSMANNA
47
veðurálag og reynslu varðandi þau efni hér á landi og
greindi frá þeim kröfum, sem hér eru gerðar varðandi
styrkleika húsa. Þá fylgdist ég með þeim erindum, sem flutt
voru á sviði garðyrkju, eftir því sem við varð kontið, en ætíð
er í gangi margföld dagskrá og verður að velja og hafna eftir
því hvað virðist forvitnilegast hverju sinni.
Einnig voru farnar skoðunarferðir á stöðvar finnska
landbúnaðarháskólans í Vik og fleiri athyglisverða staði. Þá
fór ég og í heimsóknir á landbúnaðarháskólann í
Kaupmannahöfn og jurtasjúkdómadeild danska ríkisins í
Lyngby og ræddi þar við ýmsa vísindamenn um fagleg efni.
Einnig fór ég á nokkrar gróðrarstöðvar til að kynnast
ýmsum nýjungum í ræktun.
Ég átti sæti í gróðurhúsa- og tæknihópi í deild innan
N.J.F. Ég baðst undan áframhaldandi setu í tæknideild, en
á enn sæti í gróðurhúsadeild.
Til ferðarinnar hlaut ég nokkurn fjárstyrk frá Búnaðarfé-
lagi íslands, sem ég þakka hér með.
Á árinu annaðist ég alls konar matsgerðir fyrir garð-
yrkjubændur, s. s. á plöntum, laukum, hnýðum, trjám og
runnum, þar sem tjón hafði orðið á einn eða annan hátt. Þá
verðlagði ég stöðvar, sem hugmynd var að selja og veitti
ýmsa ráðgjöf þar að lútandi.
Ég annaðist ýmsar erlendar bréfaskriftir fyrir garðyrkju-
bændur varðandi byggingar, tækni, plöntur og ýmsa rekstr-
arþætti.
Þá vann ég að frumdrögum um uppskerutryggingar í
gróðurhúsum, en þau mál eru til frekari athugunar hjá
Samvinnutryggingum og Brunabótafélagi Islands.
Prófdómari var ég á Garðyrkjuskólanum á Reykjum, svo
sem á undanförnum árum.
Þá annaðist ég ýmsa fyrirgreiðslu erlendra sérfræðinga,
er komu hingað til lands.
Að lokum þakka ég samstarfsmönnum öllum og öðrum,
er ég átti skipti við á árinu, ánægjulegt samstarf.
Axel V. Magnússon.