Búnaðarrit - 01.01.1984, Side 78
50
BÚNAÐARRIT
Framleiðsluráð hefur kostað. Til þessarar aðferðar var
gripið til að fá einhver nýleg gögn um gripi, alda til
slátrunar, þar sem rannsóknir hafa brugðizt. Vonazt er til,
að nefndin geti lokið störfum, áður en langt um líður.
Kynbótanefnd. Nefndin kemur saman ársfjórðungslega
eftir uppgjör skýrslna hverju sinni. Sú breyting varð á, að
Steinþór Runólfsson hætti störfum sem nautgriparæktarráðu-
nautur á Suðurlandi um mitt ár, og hefur varamaður hans,
Kristján B. Jónsson, ráðunautur, setið fundi í hans stað
síðan. Á fyrsta fundi ársins, sem haldinn var í Reykjavík 12.
febrúar, var lagður dómur á naut fyrir afkvæmi, nautsfeður
valdir og ákveðið, hvaða naut skyldu notuð til jafnlengdar
1984. Annar fundur nefndarinnar var haldinn á uppeldis-
stöðinni í Þorleifskoti 3. maí. Þá voru 14 nautkálfar úr hópi
20 hinna elztu valdir til sæðistöku á Nautastöðinni á
Hvanneyri, en ákveðið að fella hina sex. Þriðji og fjórði
fundur voru haldnir í Reykjavík 17. ágúst og 10. nóvember,
en af síðasta fundinum var farið að Þorleifskoti og aftur
valin naut til notkunar. í það skipti voru 17 valin úr hópi 22
og ákveðið að fella hin. Á árinu tókst í raun í fyrsta skipti að
fá nógu marga, valda nautkálfa til uppeldis til þess, að hægt
væri að grisja úr hópnum eftir því, sem eðlilegt getur talizt.
Fundargerðin frá 10. nóvember endar þannig: „í lok
fundar þakkaði Ólafur E. Stefánsson fyrir hönd nefndar-
innar Jóni Gíslasyni samstarfið, en hann lætur af störfum
sem framkvæmdastjóri uppeldisstöðvarinnar nú um ára-
mótin.“ Ég býð Sigurmund Guðbjörnsson, hinn nýja
framkvæmdastjóra, velkominn, en hann hefur langan
starfsaldur að baki sem ráðunautur og framkvæmdastjóri
Kynbótastöðvarinnar í Laugardælum.
Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins. Á árinu jókst starf-
semi stofunnar mjög við það, að efnagreining mjólkur úr
skýrslufærðum kúm á vegum nautgriparæktarfélaganna var
færð frá mjólkursamlögunum til hennar. Sú þjónusta var á
sínum tíma aðalforsendan fyrir því að koma upp einni