Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 103
SKÝRSLUR STARFSMANNA
75
reglu að flytja ekki út ótamin kynbótahross og virða
samþykkt síðasta Búnaðarþings. Sigurður bóndi í Kirkjubæ
hefur haft sömu skoðun á þessum málum. Ráðuneytið segir
lokaorðin.
Á Hólum í Hjaltadal fór fram úttekt 1. júní á tamninga-
hrossum og forskoðun vegna fjórðungsmóts. Hinn 25. okt.
voru öll hross mæld og skoðuð til ásetnings og þá var
kollheimt. Þar voru mér til aðstoðar Kristinn Hugason,
kennari, og Jón Friðriksson, bóndi, auk starfsmanna
búsins.
Falleg folöld eru til á Hólum. Þau eru flest undan Glað
852, Sváfni, Hólum, og Þætti 722.
Á fjórðungsmóti voru sýndar 6 hryssur frá Hólum, sem
stóðu sig ágætlega. Mugga 5476, 1. verðlaun, Eldey 5477,
1. verðlaun, Dís 5662, 2. verðlaun og þrjár hryssur,
Margrét, Lýsa og Sverta, sem búið á frá Kolkuósi í 4.v.
flokki og hlutu þær 2. verðlaun.
Á Hólaskóla hefur ráðist nýr kennari, Kristinn Hugason
frá Akureyri, og tekur við af Þorvaldi Árnasyni m. a. í
hrossarækt. Hann er áhugasamur um það fag og hyggst
menntast meira erlendis og ætti hrossaræktarstarfinu að
vera mikill fengur að komu hans að Hólum.
Sigurmon bóndi á Kolkuósi bauð hrossaræktarbúinu á
Hólum öll sín hross til kaups. Það þótti heldur mikið í
ráðist, en öll folöld, 12 talsins, voru keypt, en verðið var
afar lágt.
Stofnrœktarfélög
Skuggafélagið hélt aðalfund 1. des. og kaus sér nýja
stjórn. Var ákveðið þar að gera átak í því að ná upp álitlegu
stóðhestakyni og tryggja meiri framgang ræktunar í fé-
laginu.
Mælingar á hrossum fóru fram á Syðra-Skörðugili 24.
okt. og í Borgarfirði 30. okt.
Helst er að frétta af Fjalla-Blesa, að í vetur (1984) verður
Vöggur 904 frá Skógaskóla afkvæmarannsakaður. Það