Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 119
SKÝRSLUR STARFSMANNA
91
næstum óslitið til 13. des, en eftir það var ég með tilsögn í
verkun og frágangi á refa- og minkaskinnum, þar sem
loðdýrabændur verkuðu skinn sín sjálfir, og stóð hún fram á
gamlársdag.
Skrifstofu- og ritstörf. Mestur hluti vinnu minnar á skrifstof-
unni fór í það að svara fyrirspurnum og senda út
leiðbeiningar til bænda og annarra, sem vilja fræðast um og
kynnast loðdýrarækt. Á árinu gafst lítill tími til ritstarfa, en
þó gaf ég út nokkur fjölrit um fóður fyrir loðdýr og fóðrun
þeirra, pörunarkerfi fyrir minka og refi og almennar reglur
um hirðingu á þeim tíma. í Handbók bænda skrifaði ég um
stofnun loðdýrabúa og fóðrun þeirra og fyrir ráðunauta-
þingið flutti ég stutta grein um loðdýrarækt auk nokkurra
fræðsluerinda, sem ég flutti á fundum loðdýrafélaga, bún-
aðarfélaga og búnaðarsambanda.
Utanlandsferðir. Eina utanlandsferð fór ég á árinu og var
hún til Malmö í Svíþjóð dagana 3.—5. okt. Þar þinguðu
sérfræðingar og ráðunautar í loðdýrarækt innan N.J.F.-
deildarinnar. Frá Búnaðarfélaginu sóttum við Jón Árna-
son, fóðurráðunautur, ráðstefnana, sem fjallaði um kyn-
bætur loðdýra, fóður og fóðrun, búr og gotkassa, sjúkdóma
og umhverfisáhrif o. fl. Ráðstefnan var mjög lærdómsrík
fyrir okkur ráðunautana og er sú þekking, sem kom þar
fram, farin að koma loðdýrabændum til góða.
Önnur störf. Á árinu sat ég í svokallaðri fóðurstöðvanefnd
og hefur hún ekki enn lokið störfum. Pá var ég dómari á
nokkrum hrútasýningum fyrir Búnaðarfélag íslands í Ár-
nes- og Rangárvallasýslu auk þess, sem ég var dómari á
héraðssýningu á hrútum í Árnessýslu.
í janúar 1984,
Sigurjón Jónsson Bláfeld