Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 201
BÚNAÐARÞING
173
harðinda hefur verið óvenjumikil bæði í fyrravor og núna.
Veittir voru styrkir til bænda víðs vegar á landinu í vor, sem
leið, en einkum þó á norðausturhluta landsins.
Kartöfluppskeran brást á s. 1. sumri, meir en nokkru
sinni fyrr, svo að varla er til innlent útsæði, og flytja verður
inn að mestu kartöflur til matar. Það gefur auga leið, að
undir þessum kringumstæðum er efnahagur kartöflufram-
leiðenda erfiður, þar sem tilkostnaður var mikill og hjá
flestum litlar sem engar tekjur.
Það kom líka í ljós, þegar forðagæzluskýrslur voru
athugaðar hjá Búnaðarfélagi íslands, að víða vantar fóður
fyrir ásettan búpening. Verst eru settir bændur í þeim
landshlutum, sem erfiðast áttu með heyöflun á s. 1. sumri.
Vorharðindanefnd, er skipuð var s. 1. vor, hefur haft til
athugunar málefni kartöflubænda, forðagæzlumálin og mál
ýmissa annarra, sem orðið hafa illa úti vegna tíðarfars á s. 1.
sumri.
Bjargráðasjóður mun annast lánveitingar vegna harðind-
anna, þegar honum hafa verið útvegaðar þær 60 milljónir
króna, sem áætlað er, að þurfi vegna harðindanna.
Verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar er talið vera sam-
kvæmt nýjustu tölum 4.4 milljarðar króna. Þar af er
langmestur hlutinn notaður innanlands, en verðmæti út-
flutnings á landbúnaðarvörum nam árið 1983 1 milljarð og
72 millj. króna. Þar af voru unnar ullarvörur kr. 652 955
milljónir, og hafa þær sem næst tvöfaldazt í útflutningsverði
frá fyrra ári. Þetta er ánægjuleg þróun, sem gefur góðar
vonir um aukinn og tryggan markað víðs vegar í veröldinni.
Nú sem fyrr veitir landbúnaðurinn fjölda manns atvinnu.
Mikið hefur verið rætt og ritað um starfsréttindi í
landbúnaði, og frumvarp hefur verið samið um þau mál.
Þjóðfélagið er þannig orðið á flestum sviðum, að menn
þurfa einhverja lágmarksreynslu og þekkingu til þess að
öðlast atvinnu. Það er vart hugsanlegt heldur að gerast
bóndi og hafa aldrei komið nálægt neinu, sem að búskap