Búnaðarrit - 01.01.1984, Side 202
174
BÚNAÐARRIT
lýtur. Það er vanmat á viðfangsefninu. Það er brýnna nú en
áður að bændur haldi nákvæmt bókhald — færi búreikninga
— svo að það sjáist, hvernig hægt er að hagræða framleiðsl-
unni, og hvort eða hvar hægt er að spara í búrekstri.
Búreikningar eru undirstöðuatriði í búskap. Á þeim byggist
góð leiðbeiningaþjónusta. Það bíða því á allra næstu árum
stór verkefni fyrir búnaðarsamböndin að taka tölvutæknina
í þjónustu sína í almennu leiðbeiningastarfi.
Góður árangur í búskap byggist á þekkingu og nákvæmni
í störfum. Leiðbeiningar búvísindamanna — ráðunauta —
eru nauðsynlegar. Reynslan sýnir það. Horfurnar í þeim
efnum eru þó ekki nógu góðar, eins og sakir standa, þar
sem 5 stöður héraðsráðunauta eru lausar. Það er ekki
sýnilegt, að það fáist ráðunautar með tilskilin réttindi á
næstunni, vegna þess m. a., að það skeður á sama tíma, að
það eru aðeins 3 nemendur í búvísindadeild Bændaskólans
á Hvanneyri, og þeir eru líka færri, sem stunda landbúnað-
arnám erlendis, en áður var. Það er þess virði fyrir framtíð
landbúnaðarins að kanna, hvað það er, sem veldur því að
ungt fólk sækist minna eftir búvísindanámi. Vera má, að
neikvæðar umræður um landbúnað og gildi hans fyrir
þjóðina valdi því, hve fáir leggja stund á búvísindanám á
háskólastigi. Meginmarkmið búvísindadeildarinnar á
Hvanneyri hefur verið menntun ráðunauta, en kandidatar
þaðan leggja einnig stund á ýmis önnur störf, og allmargir
þeirra eru í bændastétt. Það er spurning, hvort æskilegt sé
að koma á meiri tengslum á milli búvísindanáms á Hvann-
eyri og líffræðináms í Háskóla íslands í því skyni, að efla
búvísindamenntun í landinu og örva áhuga á henni. Ég tel
brýnt, að þessi mál verði hugleidd og rædd, því að okkur
má ekki skorta búvísindamenn í framtíðinni.
Hver er framtíð landbúnaðar á íslandi? Því er erfitt að
svara. Ég lít björtum augum til framtíðarinnar, því að mér
finnst bændastéttin hafa komizt mjög vel út úr þeim
harðindum, sem verið hafa nú ár eftir ár. Við svipað