Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 252
224
BUNAÐARRIT
ungt fólk í námi, sem er til heimilis hjá foreldrum eða
venzlafólki, fær aðstoð til náms og framfærslu og
geldur fyrir með sumarvinnu sinni. Greiðslubyrði
framfærsluaðila er mjög þung í þeim tilvikum, einkum
ef tveir eða fleiri unglingar eiga í hlut samtímis, og er
þá 10% greiðsla lífeyrissjóðs mjög tilfinnanleg.
Mál nr. 23 og 42
Tillaga til þingsályktunar um áætlun um búrekstur með tilliti
til landkosta, markaðsaðstœðna og nýrra búgreina, 120. mál
106. löggjafarþings, og erindi Búnaðarsambands Austur-
Húnavatnssýslu um heildarstefnumörkun í landbúnaði.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 24 samhljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur bráða nauðsyn til bera, að áfram verði
unnið að heildarstefnumörkun í landbúnaði. Samdráttur
hefðbundinnar landbúnaðarframleiðslu, grisjun byggðar í
sveitum, landnýting og röskun á afkomu bænda innbyrðis
og héraða í milli kalla á skjót viðbrögð og skýra stefnu-
mörkun.
Þingið vísar til ályktunar seinasta Búnaðarþings um sama
mál og beinir því ítrekað til stjórnar Búnaðarfélags Islands,
að hún beiti sér fyrir því, að skipuð verði 5 manna nefnd í
samráði við Stéttarsamband bænda, sem yfirfari og taki til
athugunar þær þingsályktunartillögur, sem vitnað er til við
afgreiðslu málsins á Búnaðarþingi 1983, og mál nr. 23 og
42, sem liggja fyrir Búnaðarþingi því, er nú situr. Nefndin
setji fram út frá þeim málum öllum svo og sjálfstæðum
athugunum sínum drög að stefnumörkun, sem lögð verði
fyrir næsta Búnaðarþing til umfjöllunar og afgreiðslu.
Málinu verði síðan fylgt eftir til afgreiðslu á Alþingi.