Búnaðarrit - 01.01.1984, Page 276
248
BÚNAÐARRIT
Mál nr. 46
Erindi Gunnars Oddssonar og Egils Bjarnasonar um
afurðalán.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var
með 23 samhljóða atkvæðum.
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags íslands að leita
samvinnu við Stéttarsamband bænda um að taka upp
viðræður við ríkisstjórn íslands um þær breytingar á afurða-
og rekstrarlánakerfi, sem boðaðar eru í stjórnarsáttmála og
stjórn Seðlabankans vinnur nú að útfærslu á. Viðræður
beinist að því, að tryggt verði, að afurðalán, sem landbún-
aðurinn nýtur nú, veði hvorki skert né flutt til annarra
framleiðslugreina. Jafnframt verði þess gætt, að breytingar,
ef gerðar verða, bjóði ekki heim ójöfnuði milli héraða,
einstakra vinnslustöðva eða sláturleyfishafa.
Búnaðarþing getur heldur ekki fallizt á, að framleiðsla
búvara, sem tryggir þjóðinni holl og góð matvæli árið um
kring, hafi minna þjóðhagsgildi en hvers konar útflutnings-
framleiðsla. Því verður ekki fallizt á, að rök séu til staðar
um mismunun afurða- og rekstrarlána þar á milli.
Greinargerð:
Búnaðarþing hefur fengið greinargerð og nokkrar upp-
lýsingar frá bankastjórn Seðlabankans um þessi mál.
Þar kemur m. a. fram, að viðskiptaráðuneytið óskaði
þess með bréfi dags. 20. júní, að Seðlabanki íslands gerði
athugun á „núverandi afurða- og rekstrarlánakerfi með það
fyrir augum, að þau verði í ríkara mæli á vegum viðskipta-
banka og sparisjóða“.
í framhaldi af þessu bréfi hefur stjórn Seðlabankans sett
fram tillögur um, að endurkaup afurðalána vegna innlenda
markaðarins verði felld niður og viðskiptabönkum og
sparisjóðum falið að annast þessi lán að öllu leyti. Jafn-
framt verði bindiskylda lækkuð um sama hlutfall og lán