Búnaðarrit - 01.01.1984, Side 315
LANDBÚNAÐURINN
287
Byggingaframkvæmdir, sem njóta jarðræktarframlags,
breyttust þannig miðað við fyrra ár. Af þurrheyshlöðum
var byggt um 34.7% minna en árið áður, af votheyshlöðum
um 31.7% minna, af áburðargeymslum um 23.9% minna
og af verkfærageymslum um 36.2% minna en árið áður.
Nokkrar helstu jarðræktarframkvæmdir hafa orðið sem
hér segir á undanförnum árum:
1980 1981 1982 1983
Nýrækt túna, ha................ 2536 1902 1809 1732
Endurræktun túna, ha...... 690 1721 1410 1181
Grænfóðurræktun, ha....... 3938 5235 5192 5626
Skurðgröftur, nv’ ........ 3 193 000 2 416 000 4 724 000 4 558 000
Plógræsi, km................. 1021,7 104.7 869,7 293,7
Þurrheyshlöður, m’........... 72 151 65 377 80 603 52 654
Votheyshlöður, m’ ........... 26 413 35 117 34 113 23 312
Áburðargeymslur, m’ ......... 40 269 56 064 70 572 53 737
Verkfærageymslur, m’ ......... 9 658 9 598 10 716 6 840
Lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðarins og Líf-
eyrissjóðs bænda gefa yfirlit yfir fjárfestingu bænda og
vinnslustöðva þeirra.
í heild voru svipaðar lánveitingar 1983 og 1982. Þannig
voru öll lán Stofnlánadeildar 603 á s. 1. ári, 600 árið 1982 og
655 árið 1981 og 692 árið 1980, en lánum til loðdýrabúa
fjölgaði úr 70 í 113 eða um 43 og jarðakaupalánum um 16.
Af þessu verður best séð, að framkvæmdir, svo sem
nýbyggingar fjósa og fjárhúsa, hafa dregist verulega saman
nú síðustu tvö árin.
Heildarupphæð lána, sem Stofnlánadeildin veitti, var
hins vegar um 54.93% hærri en 1982, sem er undir hækkun
byggingarkostnaðar á milli áranna 1982 og 1983.
Lán úr Lífeyrissjóði bænda voru svipuð að fjölda eða 291
árið 1983 á móti 287 árið 1982. Heildarupphæð þeirra
hækkaði hins vegar um 48.16%, en Lífeyrissjóðslánin
hækkuðu úr 80 000 kr. árið 1982 í 120 000 kr. árið 1983.