Heilbrigðismál - 01.04.1969, Qupperneq 11

Heilbrigðismál - 01.04.1969, Qupperneq 11
sem til þessa hafa að gagni komið til lækninga. Vissum tegundum illkynja meinsemda má nú halda í skefjum um skemmri eða lengri tíma með lyfjum og í fáeinum tilfellum veita fulla lækningu. Full þörf er á að fylgjast vel með í þessum efnum og sjá um að allir þeir möguleikar, sem fyrir hendi eru, séu nýttir. Þarf því að undirbúa og efla sérmenntun læknis eða lækna í þessum efnum og gætu félögin átt þátt í að veita þeim brautargengi á tvennan hátt. Annars vegar með því að beita sér fyrir því í samráði við skyld fé!ög e lendis, að greiða götu læknis (lækna) inn á þær stofnamr, sem mesta reynslu hafa í meðferð ktabbameins. Hins vegar með styrkjum til viðkomandi aðila, sem slíkt nám vildu takast á hendur. Þriðja atriðið, sem vel er á veg komið, er starf- semi leitarstöðvanna. Hefur sú starfsemi þegar gert mikið gagn. Skipulagning og árangur eru með á- gætum og hafa vakið athygli og hróður víða er- lendis. Þarf enn að styrkja og efla starf Krabbameins- félags íslands á þessu sviði, svo að það hafi bolmagn til að taka að sér um allt landið leit að þeim teg- undum krabbamein, sem leitarstöðvat geta fundið. Mörg ný félög úti á landi hafa nú bætzt í hópinn og hafa sum þeirra í unditbúningi leitarstöðvar- starfsemi í samráði við Krabbameinsfélag íslands. Fjórða attiðið, að stuðla að útvegun fullkomn- ustu lækningatækja, hafa löngum verið stórmál meðal félaganna. Áður var minnst á geislalækn- ingatæk', sem gefið var 1952. Undanfarin 4 ár hafa félögin beitt sér fyrir því að kobolttæki feng- ist til landsins, en það er sú tegund hávoltageisla- tækja, sem mest hafa rutt sér til rúms í heiminum sl. 10-15 ár og henta mundu bezt hér. Það ber að harma hve lengi hefur dregizt að fá tæki þetta til landsins, en von mun að úr rætist með komu þess nú í náinni framtíð. Það hefur komið í Ijós, að árangur í meðferð krabbameins hér á landi hefur ekki verið sem skyldi. Allt bendir til þess að einkum megi tvennu um kenna. Skort hefur tæki til hávoltageislunar og samræm:ngu hefur vantað í meðferð vegna þess hve hún hefur farið fram víða og með ýmsu móti. FKÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL Sjúkrarými hefur vantað til þess, að öll meðferð á krabbameini í landinu gæti safnast á fáar og vel búnar deildir. Því hafa upp á síðkastið sjúklingar með vissar tegundir krabbameins verið sendir til útlanda, þar sem árangur er betri vegna fullkomnari aðstæðna. Það hlýtur að verða e:tt af stærstu baráttumálum félaganna að úr þessu vetði bætt á næsm árum. Fullkomin geislalækningadeild hlýmr að verða miðstöð krabbameinslækninga á flesmm tegundum þess sjúkdóms. Slík deild verður auk hávoltageisl- unar að hafa góðar aðstæður fyrir radiumgeymslu og undirbúning radiummeðferðar, isotopararann- sóknir og meðferð auk aðstöðu til þess að fylgjast alltaf upp frá því reglulega með öllum þeim sjúkl- ingum, sem meðferð hafa hlotið. Gott eftirlit með öllum sjúklingum með krabba- mein, sem Svíar urðu fyrstir til að byggja upp í öllu landinu, átti mikinn þátt í því, að þeir urðu ein af leiðandi þjóðum heims í meðferð krabba- meins. Hin Norðurlöndin hafa einnig fyrir löngu byggt upp slíkt kerfi hjá sér, auk byggingar full- kominna geislalækningadeilda, enda árangur ekki látið á sér standa. Hér á landi er að sjálfsögðu aðeins þörf fyrir eina geislalækningadeild. Sú deild, sem til er, hef- ur svo takmarkað húsrými, að því fer fjarri, að hún geti sinnt öllum áðurnefndum atriðum. Vegna staðsetningar sinnar á Landspítalanum, er eðlilegt að miðað verði að því að áðutnefnd miðstöð fyrir alla krabbameinsmeðfetð verði þar og deildir Land- spítalans önnuðust aðra meðferð, - skurðlækning- ar, radiummeðferð og lyflækningar eftir tegundum meinsemdanna. Algjör samræming þarf að eiga sér stað, ekki aðeins í áætlun um meðferð, heldur og hjálp til þeirra er læknast ekki að fullu heldur þurfa umönn- un og eftirlit. Hér hefur verið minnst á þau alvarlegustu vanda- mál er varða meðferð kmbbameins í landinu. Leitarstöðvarstarfið og mjög vaxandi árvekni lækna í greiningu sjúkdómsins, hefur valdið auk- inni þörf fyrir sjúkra'ými, einkum fyrir konur með grun um krabbamein í legi. Tekið skal fram, að frh. á bls. 13 11

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.