Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 4

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 4
Þrítugsafmœli Krabbameinsfélagsins Hinn 27. júní árið 1951 komu sjö fulltrúar þriggja krabbameinsfélaga saman til fundar í húsi Rann- sóknastofu Háskólans. Þar var Krabbameinsfélag ís- lands stofnað. Fyrstu árin voru verkefnin þess eðlis að ekki var þörf á launuðu starfsfólki en umsvifin hafa stöðugt aukist og nú eru tugir manna á launaskrá í störfum sem jafn- gilda meira en tuttugu heils dags stöðum. Þess vegna er eðlilegt að stjórnendur félagsins hafi velt því fyrir sér í alvöru hvort réttmætt væri að slíkt áhugamannafélag hefði mikinn rekstur með höndum. 1 vor hafa þessi mál verið rædd á nokkrum fundum með fulltrúum aðila frá ríki og borg. Niðurstaðan hefur orðið afdráttarlaus: Öll starfsemi Krabbameins- félagsins hefur sannað gildi sitt, aðrir aðilar eru ekki tilbúnir að taka við henni og því verður að gera félaginu kleift fjárhagslega að sinna þessum verkefnum áfram. Sú staðfesting sem þannig hefur fengist á stefnu stjórnar félagsins undanfarin ár er mikilvæg nú þegar horft er til framtíðarinnar. Á hátíðarfundi í tilefni af þrítugsafmælinu kom fram að stefnt er að stóraukn- ingu á leitarstarfinu jafnframt því sem aðrir þættir eru í örum vexti. En núverandi húsnæði setur starfseminni takmörk. Nú hefur félagið fengið lóð í nýja miðbænum í Reykjavík og er stefnt að því að hefja framkvæmdir af fullum krafti næsta vor. En að sjálfsögðu er bygginga- hraðinn háður fjárhagsstuðningi stjórnvalda og alls almennings. Núverandi aðsetur Krahhameinsfélagsins er í fógru um- hverfi við Suðurgötuna í Reykjavík. Minni tóbakssala Samkvæmt tölum um sölu á tóbaki hér á landi síð- ustu tvo áratugi sést að meðalsala á hvern íbúa 15 ára og eldri hefur verið 2557 g árlega 1961—65, jókst síðan um 9,0% í 2787 g árin 1966—70, jókst enn um 5,8% í 2948 g árin 1971—75 en minnkaði um 2,1% í 2887 g síðustu fimm ár (1976—80). Eflaust má þakka þetta þeirri baráttu sem undanfarin ár hefur verið háð gegn reykingum, en betur má ef duga skal. Fagna ber því að í haust verður lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um tóbaksvarnir. Er þess að vænta að með samþykkt þess verði mörkuð ný og afdráttarlaus- ari stefna í þessum málum. Víðtœk heilbrígðisfrœðsla Fréttabréf um heilbrigðismál er komið í röð út- breiddustu tímarita hér á landi. Samkvæmt fjölmiðla- könnun sem Hagvangur gerði fyrir Samband íslenskra auglýsingastofa er þetta tímarit hið níunda mest lesna. Um 16% þeirra sem svöruðu sögðust lesa Fréttabréf um heilbrigðismál reglulega. Könnunin var gerð í febrúar og mars 1981 en í fyrri könnun þessara aðila, í október 1978, varð þetta tímarit í 13, —15. sæti. Þessi breyting er í fullu samræmi við fjölgun áskrif- enda Fréttabréfs um heilbrigðismál. Árið 1976 voru þeir 3600 en eru nú 5200, og auk þess er önnur dreifing allmikil þannig að lítið er eftir af sjö þúsund ein- tökunum sem prentuð eru. Allt bendir til að það form sem hefur verið á útgáfunni síðustu fjögur til fimm árin falli lesendum vel í geð. En þrátt fyrir það að sjötti hver landsmaður lesi þetta blað nú, þá setjum við markið hærra og reynum að ná því í áföngum. Þannig þjónum við best tilganginum með útgáfunni, sem er að fræða sem flesta um heilbrigðismál, þar á meðal um krabbamein. 4 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMAL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.