Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 6

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 6
Sú tegund bótúlínus eitrunar sem eingöngu leggst á ungbörn er talin geta stafaó af hakteríum í matvœl- um, m. a. hunangi. Enginn dregur í efa ágœti hunangs sem bœtiefnaríks sœtiefnis en óþarfi er að gefa þaó börnum yngri en eins árs. un voru send fjölmörg matvæla- sýnishorn til rannsóknar í Banda- ríkjunum. Þær rannsóknir hafa ekki enn leitt neitt í ljós um upp- runa eitursins. Þegar þetta er ritað FftXftFEMbHF eru allir sjúklingarnir á góðum batavegi. Ungbörn. Þar til fyrir fáum árum var talið að bótúlínus eitrun gæti ekki átt sér stað nema fólk borðaði eitrið sem bótúlínus bakterían myndar eða ef eitrið kæmist í snertingu við opið sár. Árið 1975 var fyrst lýst tilfellum af bótúlínus eitrun í smábörnum þar sem ekki var um að ræða neyslu eitraðra matvæla, heldur bakteríunnar í sporaformi. I þörmunum mynda sporarnir síðan eitrið. Fullorðið fólk virðist geta spornað við þessari breytingu (hugsanlega vegna sýru- myndunar eða ónæmisvarna) en ungbörn eru óvarin gegn henni. Bótúlínus eitrun hjá ungbörnum er hægfara og lýsir sér helst með hægðatregðu, almennum slapp- leika, stundum kyngingarörðug- leikum og óeðlilegum augnhreyf- ingum. Þessi tegund eitrunarinnar virðist ekki eins bráðhættuleg og þegar eitrið sjálft er borðað, en þó hefur dauðsföllum verið lýst. Einnig hefur það vakið athygli ný- lega að hjá nokkrum ungbörnum sem dóu skyndilega í vöggu fannst bótúlínus eitur. Víðtækar banda- rískar rannsóknir leiddu í ljós að í 10—15% af hunangi er að finna þessa spora og að til hunangs megi rekja þriðja hverl tilfelli af bótú- línus eitrun í ungbörnum. Af þessum sökum hefur samband bandarískra barnalækna sent frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við að gefa börnum á fyrsta ári hun- ang. -jr. HÁALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 Reykjavík Léttmeti „Hvers vegna heldur þú að maðurinn þinn hafi drukkið of mikið í gærkvöldi?" „Jú, hann tók pening upp úr vasa sínum, stakk honum í póstkassann, leit upp á klukk- una 1 kirkjuturninum og sagði: Fjandinn sjálfur, er ég ekki þyngri en þetta?" • Kalla litla var sagt að stóra systir hans hefði eignast barn. „Flott,“ sagði Kalli. „Ég er bara átta ára og nú þegar orð- inn frændi. Þá get ég jafnvel orðið afi áður en ég fermist." • „Fórstu að ráðum mínum gegn svefnleysinu? Taldir þú kindur?“ „Já, það gerði ég læknir. Ég taldi upp að 482.354!“ „Og sofnaðir þú ekki?“ „Nei, þá var kominn tími til að fara á fætur." • „Læknir, ég er að verða svo gleyminn." „Ég skil Jónatan minn. Viltu ekki fá þér sæti?“ „Takk fyrir, fá mér hvað?“ „Sæti. Jæja Jónatan minn. Hvenær tókstu fyrst eftir þessu vandamáli?" „Hvaða vandamáli?“ • Aumingja gamli maðurinn. Hann lagði peninga til hliðar fyrir ellina, en nú man hann ekki til hvorrar hliðarinnar það var. • „Hvað er hryggur?" „Það er súla, á efri endan- um situr höfuðið en á þeim neðri sitjum við sjálf.“ 6 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.