Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 11

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Síða 11
Teikning: Teikmstofa IMeð nýjum löf’um um fram- kvœmdasjóÖ aldraöra veróur sluölað að bygf’ingu dvalarheimila, hjúkrun- arheimila, sjúkradeilda og ihúöa fyrir aldraóa. Þessi teikning sýnir útlit Hrafnistu DAS í Hafnarfiröi. Þar er risið vistheimili aldraðra meó íbúöum fyrir 84 og í byggingu er hjúkrunarlieimili með rými fyrir 75 vistmenn. Ekki hefur verió tekin úkvöröun um þriója áfangann. Á Hrafnistu í Reykjavík eru 407 manns. slys á mönnum vegna þessa og dæmi eru um dauða húsdýra sem sleikt hafa fúavarið hús. BYGGINGAR ALDRAÐRA. Lög um framkvœmdasjóð aldraðra, nr. 49/1981. f mars var lagt fram stjórnarfrumvarp um heilbrigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða. Ekki náðist samstaða um afgreiðslu þessa viðamikla frumvarps, en nauðsyn aðgerða þótti mjög brýn. Var því sá kafli laganna sem fjall- aði um framkvæmdasjóð aldraðra afgreiddur sérstaklega og sam- þykktur sem lög. Skal setja á stofn sérstakan sjóð til að stuðla að byggingu húsnæðis og dvalarstofn- ana fyrir aldraða og skal hann heita framkvæmdasjóður aldraðra. Tekjur sjóðsins skulu vera sérstakt gjald sem lagt verður á alla skatt- skylda menn. Skal gjaldið nema 100 nýkr. á hvern mann, en þó skulu börn innan 16 ára aldurs vera undanþegin gjaldinu og þeim sem hafa tekjuskattsstofn undir 250.000 gömlum krónum. Auk þess skal ríkissjóður leggja fram ákveðna fjárhæð á fjárlögum hverju sinni. Dvalarstofnanir eru samkvæmt þessum lögum: a) Hjúkrunarheimili til langdvalar og/eða dagvistar fyrir aldraða. b) Sjúkradcild með aðstöðu fyrir öldrunarlækningar og göngudeildir sem eru hannaðar á hliðstæðan hátt og almennar sjúkradeildir. c) íbúðir, sérhannaðar fyrir þarfir aldraðra, byggðar á félagslegum grundvelli. d) Dvalarheimili aldraðra með íbúðarherbergjum og snyrtingu ásamt aðstöðu fyrir tómstunda- og félagsstarfsemi fyrir vistmenn. Ráðherra skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins til fjögurra ára í senn og skal einn tilnefndur af öldrunar- fræðafélagi íslands, einn af félags- málaráðuneytinu (eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga) og einn frá heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna byggingar rikisins vegna stofnana fyrir aldr- aða (sbr. a) og b) liði) og veita sveitarfélögum og öðrum framlög til að kaupa eða byggja húsnæði fyrir aldraða (skv. c) og d) liðum). Er þess vænst að með stofnun þessa sjóðs verði hægt að bæta úr heil- brigðis- og vistunarþjónustu fyrir aldraða, að svo miklu leyti sem slíkt er bundið byggingarframkvæmd- um. AÐSTOÐARLÆKNAR. Eitt þingmannafrumvarp var samþykkt á nýafstöðnu alþingi. Það eru lög um breyting á lögum um heil- brigðisþjónustu, nr. 57/1978, nr. 42/1981, en þau fjalla um að heimilt sé að ráða aðstoðarlækni að heilsugæslustöð H1 hluta úr ári. Samkvæmt áður gildandi laga- ákvæðum átti aðeins einn læknir að starfa við H 1 stöð. LYFJADREIFING. Auk þeirra laga sem hér hafa verið nefnd skal þess getið að í apríl var lagt fram frumvarp til laga um lyfjadreif- ingu, en það náði ekki fram að ganga. Um var að ræða frumvarp sem fjallar um alla lyfjadreifingu og var því ætlað að koma í stað þeirra ákvæða sem enn eru 1 gildi af lyfsölulögunum frá 1963. BÍLBELTI. Hér má einnig nefna lög um breyting á umferðarlögum, nr. 40/1968, sbr. lög nr. 55/1970 og lög nr. 30/1977, nr. 55/1981. Þau kveða á um skyldunotkun öryggis- belta í bifreiðum frá og með 1. október næstkomandi. Þessi lög voru sett að tilstuðlan dóms- og kirkjumálaráðherra. ÞINGSÁLYKTANIR. Af 47 þingsályktunartillögum sem sam- þykktar voru á Alþingi má nefna þrjár: 1. Þingsályktun um mörkun opin- berrar stefnu í áfengismálum. 2. Þingsályktun um geðheil- brigðismál, skipulag og úrbætur. 3. Þingsályktun um eflingu inn- lends lyfjaiðnaðar. Er nú að hefjast undirbúningsvinna í ráðuneytinu 1 kjölfar ofan- greindra tillagna. Ingimar Sigurðsson er deildarlög- frœðingur í heilbrígðis- og trygginga- málaráðuneytinu. Fróttabrél um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 11

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.