Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 13

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Page 13
Mynd Jóhannes Long Mjúkafitan og neytandinn Grein eftir dr. Jón Óttar Ragnarsson í þessari grein verður fjallað um „mjúka fitu“. I fyrri hlutanum eru spurningar sem neytendur spyrja oft og svör við þeim. í síðari hlut- anum er fjallað um niðurstöður nýrrar rannsóknar á íslensku feit- meti. ALGENGUSTU SPURNINGARNAR Um fá svið í matvæla- og nær- ingarvísindum er eins mikið spurt og um fitu og feitmeti. Hér á eftir fara nokkrar algengustu spurning- arnar um þetta efni. Hvað er fita? Hún er orkumesti orkugjafi fæðunnar. Fita er fyrst og fremst gerð úr fitusýrum og geta þær gert fituna harða (mettaðar fitusýrur) eða mjúka (fjölómettaðar fitusýrur).* Fita leysist ekki upp í vatni. Hvað er mjúk fita? öll fita sem kemur kröm eða fljótandi úr kæli kallast mjúk fita. Andstæðan við þetta hugtak er harðfeiti, en það er fita sem kemur hörð úr kæli (getur orðið eins hörð og kertavax). Er jurtafita alltaf mjúk? Nei, síður en svo. Sumar tegundir jurta- fitu flokkast sannarlega í harðfeiti- flokkinn. Þar á meðal eru til dæmis kókosfeiti, kakósmjör, allar vel hertar jurtaolíur svo sem hert soja- olía. * Fitusýrur eru grunneiningar í allri fitu. Mætti líkja þeim við perlufestar. Milli perlanna eru þræðir eða tengi sem ýmist eru einföld eða tvöföld. Ef öll tcngin i fitusýrunni eru einföld er sagt að hún sé meltuð. Ef hún hefur eitt tvö- falt tengi nefnist hún einómettuð og ef tvöföldu tengin eru fleiri kallast hún fjölómettuð. Æskilegt er að nota fljótandi olíur í stað harðrar feiti hvenœr sem því verður við komið, t. d. við steikingu og hökun. Sem dœmi má nefna saffolaolíu (fitumýkt 6.9), sólblóma- olíu (5.0), maísolíu eða kornolíu (4.1), sojaolíu (4.0), jarðhnetuolíu (1.7) og ólífuolíu (1.0). Jafnvel eru fleiri tegundir til i verslunum hér, enda er úrvalið mikið, eins og þessi mynd sýnir, en hún var tekin í SS i Austurveri. Er dýrafita alltaf hörð? Nei. Sumar tegundir dýrafitu flokkast undir mjúka fitu, meðal annars allar fiskoliur (lýsi), fita úr sjávar- spendýrum (hval og sel) og fita úr sumum landdýrum sem ekki jórtra, t. d. hrossafeiti. Er öll harðfeiti óæskileg? Nei, í sumum tegundum af tiltölulega harðri fitu er umtalsvert magn af bætiefnum. f þessum flokki er mjólkurfita. Óœskileg harðfeiti er bœtiefnasnauð harðfeiti, þ. e. gefur „tómar“ hitaeiningar. Hvað er óæskileg harðfeiti? Hörð steikarfeiti, feiti í súkkulaði og öðru sælgæti, fita utan á kjöti jórturdýra, fita í hvers kyns pylsum og bjúgum. Um þetta verður fjallað nánar í síðari hluta greinarinnar. Hvað er hert fita? Matvæla- iðnaður nútimans hefur gert kleift að breyta æskilegum fljótandi jurtaolíum í harðfeiti. Þessi vinnsluaðferð er einkum notuð til þess að breyta jurtaolíum og fisk- olíum (lýsi) í harðfeiti. Hvers vegna er mjúk fita æski- leg? Vegna þess að hún inniheldur vissar fjölómettaðar fitusýrur, sem eru lífsnauðsynleg næringarefni fyrir manninn, og vegna þess að hún stuðlar að því að lækka blóð- fituna. Hvað er blóðfita? Hugtakið blóðfita er yfirleitt notað yfir kólesterol í blóði. Er magn þess í blóðinu venjulega mælt í milli- grömmum í 100 millilítrum af blóði. Kólesterol er efnafræðilega skylt D-vítamíni. Hvað er há blóðfita? Þegar magn kólesterols í blóði fer yfir 280 rng í Fréttabról um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.