Heilbrigðismál - 01.06.1981, Qupperneq 14

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Qupperneq 14
100 ml blóðs er talað um of háa eða hækkaða blóðfitu. Algengt meðal- gildi fyrir fullorðið fólk hér á landi er um það bil 250 mg í 100 ml blóðs. Er beint samband milli kólesterols í blóði og kólesterols í fæði? Nei, áður fyrr var talið að þarna væri beint samband á milli. Var hart barist gegn ofneyslu dýrafitu af þeim ástæðum. Nú er vitað að það sem mestu ræður um blóðfituna er mýkt fitunnar í fæðinu. Hvers vegna er hækkuð blóðfita óæskileg? Hún er einn alvarlegasti áhœttuþá ttur kransæðasjúkdóma. Jafnframt telja margir vísinda- menn að há blóðfita sé einn helsti orsakaþáttur þessara sjúkdóma. Þurfa allir að neyta mjúkrar fitu? Já. Það er samnorrænt markmið að auka talsvert mýkt fitunnar í fæð- inu fyrir alla þjóðfélagshópa, án tillits til aldurs eða kynferðis. Hvað er mjúkt smjör? Það er afurð sem sett hefur verið á markað m. a. í Svíþjóð (Bregott). Er þetta smjör blandað mjög mjúkri jurta- olíu. Þessi afurð sameinar bragð- gæði og bætiefnainnihald smjörs og mýkt olíunnar. Er æskilegt að borða smjörlíki? Einungis þær örfáu tegundir smjörlíkis sem eiga að koma mjúkar úr kæli. [ matseld og bakstur er best að nota jurtaolíurn- ar beint, ef það er unnt. Hvað eru æskilegar jurtaolíur? Æskilegastar eru sojaolía, maísolía, sólblómaolía og saffolaolía. Jarð- hnetuolían er síðri og ólífuolía síst. Notið fyrstu fjórar olíutegundirnar ávallt þegar því verður við komið. Hvernig er hægt að mæla með fljótandi olíum og minni fituneyslu samtímis? Takmarkið er að draga úr fituneyslu og jafnframt að mýkja þá fitu sem neytt er. Með því að draga mjög úr neyslu á harðfeiti og auka nokkuð þátt æskilegrar olíu er þetta hægt. Er fljótandi olía minna fitandi en harðfeiti? Nei. Eitt gramm af olíu gefur sama fjölda hitaeininga eins og eitt gramm af harðfeiti eða 9 hitaeiningar. Ástand fitunnar skiptir ekki máli. RANNSÓKN Á ÍSLENSKU FEITMETI Nýlega er á Rannsóknastofnun landbúnaðarins lokið ítarlegri rannsókn á samsetningu feitmetis á íslenskum markaði. Hefur þessi rannsókn dregið fram í dagsljósið ýmsar athyglisverðar staðreyndir um þennan matvöruflokk. Hér er ekkert rúm til þess að rekja í smáatriðum tilhögun þess- arar rannsóknar en bent á skýrslu stofnunarinnar1*. Hér verður fyrst og fremst fjallað um niðurstöð- urnar og nokkrar ályktanir sem draga má af þeim. Mjúkt smjör á markað Fyrir fáum árum breytti Alþingi lögum frá 1933 um tilbúning og verslun með smjörlíki o. fl. þannig að heimilað er að blanda fljót- andi jurtaolíum saman við smjör. í Svíþjóð er slík afurð nefnd Bregott og er samsett að 80% úr smjörfitu og 20% úr oliu. Samkvæmt upplýsingum frá Osta- og smjörsölunni mun mjúkt smjör vera vænt- anlegt á markað hérlendis í lok þessa árs eða byrjun næsta árs. Mjúka smjörið mun verða framleitt í samvinnu við Svía, og sojaolía notuð til mýkingar. Fitumýkt venjulegs smjörs er um 0,05 en fitumýkt mjúka smjörsins verður um 0,3. -jr. Eins og þegar hefur komið fram er fita að mestu gerð úr fitusýrum. Geta þær verið með ýmsu móti. Fitusýrur sem stuðla að því að gera fituna „harða“ kallast mettaðar fitusýrur en þær sem gera hana „mjúka“ fjölómettaðar fitusýrur. Fita sem er að mestu úr mett- uðum fitusýrum (skammstafað M) kemur hörð úr kæli. Því meira sem er af þeim, því harðari verður hún. Harðfeiti er einfaldlega fita sem er auðug af mettuðum fitusýrum. Fita sem er að mestu úr fjöl- ómettuðum fitusýrum (skamm- stafað F) kemur mjúk úr kæli. Því meira sem er af þeim, því mýkri er hún. „Mjúk fita“ er einfaldlega fita sem er auðug af fjölómettuðum fitusýrum. Af þessu er ljóst aðþví meira sem er af F og því minna sem er af M þeim mun mýkri veröur fitan. Hlut- fallið á milli F og M (F/M-hlut- fallið) er því um leið mælikvarði á FITU-MÝKT. í dæmigerðri harðfeiti er fitu- mýktin á bilinu 0,01 til 0,10. í œskUegum jurtaolíum er fitumýktin aftur á móti á bilinu 3 til 8. Er því augljóst að mikill munur er á fitu- sýrusamsetningu þessara tveggja flokka. Rannsókn Manneldisráðs Is- lands21 á mataræði á höfuðborgar- svæðinu (og forkönnun á fimm stöðum úti á landsbyggðinni) sýnir að meðaltals fitumýkt fæðunnar á þessum tíma (1979 — 1980) var um það bil 0,2. Til samanburðar má nefna að í samnorrænum manneldismark- miðum sem Manneldisráð íslands hefur nýlega samþykkt er gert ráð fyrir að fitumýktin (F/M-hlutfall- ið) þurfi að hækka til muna og verði smám saman a. m. k. 0,5. Á tímabilinu frá 1967 til 1977 hækkaði F/M-hlutfall fæðunnar talsvert hér á landi. Sigldi þessi hækkun í kjölfar stofnunar Hjarta- verndar og þeirrar umræðu sem varð um fituneyslu og heilsufar um það leyti.6' En hvernig er best að breyta fæðuvalinu í því skyni að auka 14 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.