Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 15

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Side 15
fitumýktina? Til þess að þetta sé hægt verður að liggja fyrir ítarleg rannsókn á því feitmeti sem er á íslenskum markaði. Á meðfylgjandi súluriti er sýndur hluti af niðurstöðum úr áðurnefndri rannsókn. Lægstu súl- urnar sýna afurðir sem reyndust harðastar (lægst F/M-hlutfall). Hæstu súlurnar sýna hins vegar þær afurðir sem hafa mesta mýkt (hæst F/M-hlutfall). Athyglisvert er að þrjár hörðustu afurðirnar koma ekki úr dýrarík- inu, heldur úr jurtaríkinu. Eru það m. a. „gervirjómi", hörð steikarfeiti (mikið notuð á íslenskum smá-veitingastöðum, m. a. fyrir franskar kartöflur) og kókosfeiti (m. a. oft í hjúpsúkkulaði). f öllum þessum afurðum er fitu- mýktin undir 0,02. Ættu þessar niðurstöður að gera út um þá goð- sögn að öll jurtafita sé holl og öll dýrafita óholl. Er vandséð að nokkur þessara þriggja afurða eigi erindi á matarborð íslendinga. í næstu sætum koma ýmsar dýraafurðir. Ef hert lýsi er frátalið (F/M-hlutfall 0,02) er F/M-hlut- fallið á bilinu 0,05 til 1,0. Mýksta fitan er úr fiski og fuglakjöti. Athyglisvert er að í báðum tilvikum er F/M-hlutfallið yfir 0,5 (við- miðunartölunni í norrænum manneldismarkmiðum). Lengst til hægri gnæfa svo hinar æskilegu jurtaolíur með sitt háa F/M-hlutfall (4 til 5). Er augljóst að ekki þarf mikill hluti fitunnar að koma úr þessum olíum til þess að F/M-hlutfallið í fæðinu aukist til muna. Ein mikilvægasta ályktunin af þessari rannsókn er að tryggasta leiðin, og sú einfaldasta, til þess að auka mýkt fitunnar í fæðunni (hækka F/M-hlutfallið) er að auka notkun á œskilegum jurtaolium á kostnað harðfeiti. Minni harðfeiti Sú harðfeiti sem fyrst og fremst á að skera niður við trog er bœtiefna- snauð harðfeiti, þ. e. harðfeiti sem hvorki gefur fituleysin vítamín (A, D og E-vítamín) né lífsnauðsyn- legar fitusýrur (línolsýra o. fl.). Eins og áður sagði er óæskilegt feitmeti af þessu tagi t. d. „gervi- rjómi“, hörð steikarfeiti (notið æskilegar olíur í staðinn), feiti í hvers kyns sœlgœti, fita utan á feitu kjöti, fita í hvers kyns pylsum, fars- vörum og kœfu, svo og hert feiti. Meiri injúka fitu Hinn almenni neytandi þarf að læra að nota fljótandi olíur í mat- argerð. Sama gildir um matvæla- framleiðendur. Æskilegustu olíurnar eru sojaolía, maísolía, sól- blómaolía og saffolaolía. Er víða hægt að koma þessum afurðum að. Við úreltar matreiðsluaðferðir á borð við djúpsteikingu og pönnu- steikingu á undantekningalaust að nota æskilegar jurtaolíur. Miklu betri aðferðir eru ofnbökun og glóðarsteiking og þarf þá í mesta lagi að pensla með olíu. I bökunarsmjörlíki er F/M hlut- fall nær alltaf undir 0,5. Með því að nota æskilegar jurtaolíur í staðinn, eftir því sem unnt er, hækkar F/M-hlutfall fitunnar a. m. k. tífalt. í öðrum tilvikum má draga úr fitu t. d. í kökuuppskriftum. I salöt, salatsósur og olíusósur á aðeins að nota æskilegar jurtaolíur. Gildir einu hvort um er að ræða olíu út á salat, olíu í majones, Fréttabréf um HEILBRtGÐISMÁL 2/1981 15

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.