Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 18

Heilbrigðismál - 01.06.1981, Blaðsíða 18
Byggingamál Borgarspítalans: HLUTI B ÁLMUMAR TEKIW í \OTKl \ A XÆSTA ARI ? Þegar heilbrigðisþjónustu við aldraða ber á góma er oft getið um það hve mikil úrlausn fengist á þeim málum ef svokölluð B-álma Borgarspítalans kæmist í notkun. í sumar er sú álma loks að rísa og því þótti við hæfi að kynna lesendum byggingamál þessa stóra sjúkra- húss. ÞRJÁTÍU ÁRA BYGGINGASAGA Snemma árs 1934, fjórum árum eftir að Landspítalinn var tekinn í notkun, skrifaði Vilmundur Jóns- son landlæknir bréf til bæjarráðs Reykjavíkur þar sem hann hvetur til þess að bærinn leggi meira fé til heilbrigðismála og segir m. a.: „Að sjálfsögðu kemur að því, að Reykjavík verður að eignast sóma- samlegt bæjarsjúkrahús.“ Fjórtán árum síðar spáir hann því að það Grunnmynd einnar af hœdunurn í B-álmunni. A hverri hœó (2.— 7.) verða 29 rúm. Heildarlengd nýhygg- ingarinnar er um 56 metrar og hreiddin um 18 metrar. verði „hið mesta sjúkrahúsfyrir- tæki landsins.“ í árslok 1948 skipaði bæjarstjórn Reykjavíkur nefnd til að undirbúa byggingu spítalans. Hún skilaði áliti 1 júní 1949 og lagði til að reist yrði í Fossvogi, sunnan Bústaða- vegar, bæjarsjúkrahús er rúmaði 325 sjúklinga, auk 40 sjúklinga á farsóttadeild. Þá áttu að vera 1 byggingunni röntgen- og lækn- ingastöð og aðstaða fyrir hjúkr- unarkennslu. Nokkrum mánuðum síðar fól bæjarstjórn nefndinni að láta gera teikningar af sjúkrahúsinu og voru til þess fengnir Einar Sveinsson, húsameistari bæjarins, og Gunnar Ölafsson, arkitekt. Grunnur var grafinn árið 1952. Nokkrum mánuðum síðar voru teikningar lagðar fram. Þær mið- uðu við 70 þúsund rúmmetra T-laga byggingu. Haustið 1953 var samþykkt að byggja eftir þessum teikningum og framkvæmdir hóf- ust á miðju ári 1954. Ákveðið var að fresta byggingu svonefndrar B-álmu en á næstu sjö árum tókst að steypa hina hlutana upp, alls um 56 þúsund rúmmetra. Fyrsta deildin sem hóf starf 1 Borgarspítalanum í Fossvogi var röntgendeildin (6. maí 1966). Fyrsti legusjúklingurinn var hins vegar ekki fluttur í spítalann fyrr en 28. desember 1967, og telst sá dagur stofndagur spítalans. Flestar deild- anna tóku til starfa á árinu 1968. 18 Fréttabréf um HEILBRIGÐISMÁL 2/1981

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.